24.02.2020 20:46

M. b. Friðþjófur SU 371.

Mótorbáturinn Friðþjófur SU 371 var smíðaður í Kaupmannahöfn árið 1914-15 fyrir Kristján Jónsson útgerðarmann og fl. á Eskifirði. Eik. 7 brl. 20 ha. Skandia vél ?. Ný vél (1928) 20 ha. Skandia vél. Ný vél (1942) 40 ha. Gray vél. Seldur 9 desember 1950, Ásgeiri J Ágústssyni, Eiríki B Ágústssyni og Einari B Jóhannssyni á Raufarhöfn, hét Friðþjófur TH 171. Báturinn var talinn ónýtur árið 1957.


Mótorbáturinn Friðþjófur SU 371.                                            Teikning eftir Aage Nielsen Edwin 1972.


Áhöfnin á Friðþjófi SU 371 árið 1941. Frá vinstri er Aðalsteinn Jónsson (Alli ríki ?), Hafsteinn Stefánsson, Karl Kristjánsson skipstjóri í glugganum og Stefán B Guðmundsson.         Ljósmyndari óþekktur.


Mótorbáturinn Friðþjófur SU 371.                                                             Ljósmyndari óþekktur.
Flettingar í dag: 11267
Gestir í dag: 111
Flettingar í gær: 1066
Gestir í gær: 90
Samtals flettingar: 1272409
Samtals gestir: 86444
Tölur uppfærðar: 17.5.2025 14:21:54