04.03.2020 19:22
Skipsbjallan úr Nýsköpunartogaranum Jóni forseta RE 108.
Myndirnar hér að neðan eru af skipsbjöllunni úr Nýsköpunartogaranum Jóni forseta RE 108. Bjallan er 12 kg og í ágætu ástandi og vel eiguleg. Það hafði samband við mig gamall Englendingur John Warman, sem var lengi skipverji á Grimsbytogaranum Ross Revenge GY 718, ex Freyr RE 1. Bjallan er til sölu á ebay og verðið á henni er 1.295 pund. Hann sendi mér link á ebay þar sem bjölluna er að finna. Ég sendi Sjóminjasafninu Víkinni linkinn og þeir eru að hugsa sitt hvað þeir gera.
Jón forseti RE 108 var smíðaður hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1948 fyrir h/f Alliance í Reykjavík. 675 brl. 1.000 ha. 3 þennslu gufuvél. Smíðanúmer 792. Skipið var selt 11 maí árið 1966, Henriksen & Co Ltd í Hull, hét Larissa H 266. Togarinn var seldur í brotajárn og rifinn árið 1968. Þeir sem áhuga hafa á að kaupa bjölluna geta farið inn á linkinn hér að neðna.
https://www.ebay.co.uk/itm/Antique-Bell-Lovely-Rare-12kg-Large-Ships-Bell-Jon-Forseti-1948-Reykjavik/124032128117?hash=item1ce0e41475:g:xzAAAOSwrsFeDyiU

Skipsbjalla togarans Jóns forseta RE 108.





Nýsköpunartogarinn Jón forseti RE 108. í Reykjavíkurhöfn. (C) Snorri Snorrason.
Jón forseti RE 108 var smíðaður hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1948 fyrir h/f Alliance í Reykjavík. 675 brl. 1.000 ha. 3 þennslu gufuvél. Smíðanúmer 792. Skipið var selt 11 maí árið 1966, Henriksen & Co Ltd í Hull, hét Larissa H 266. Togarinn var seldur í brotajárn og rifinn árið 1968. Þeir sem áhuga hafa á að kaupa bjölluna geta farið inn á linkinn hér að neðna.
https://www.ebay.co.uk/itm/Antique-Bell-Lovely-Rare-12kg-Large-Ships-Bell-Jon-Forseti-1948-Reykjavik/124032128117?hash=item1ce0e41475:g:xzAAAOSwrsFeDyiU
Skipsbjalla togarans Jóns forseta RE 108.
Nýsköpunartogarinn Jón forseti RE 108. í Reykjavíkurhöfn. (C) Snorri Snorrason.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30