17.03.2020 13:00
701. Hekla SU 379.
Mótorbáturinn Hekla SU 379 var smíðaður á Fáskrúðsfirði árið 1915 fyrir Stefán P Jakobsson útgerðarmann á Fáskrúðsfirði. Fura. 12,85 brl. 15 ha. Alpha vél. Ný vél (1930) 24 ha. Rapp vél. Seldur 1936, Hallsteini Sigurðssyni á Búðum í Fáskrúðsfirði. Seldur 1940, Elintínusi Jónssyni og Birni Gíslasyni á Reyðarfirði. Seldur 1 desember 1943, Garðari Jónssyni á Reyðarfirði, alltaf sama nafn og númer. Ný vél (1944) 50 ha. GM vél. Seldur 12 júlí 1955, Sigurði Halldórssyni (Sigga Hall) útgerðarmanni í Neskaupstað, hét þá Nonni NK 32. Seldur 21 september 1959, Hávarði Bergþórssyni útgerðarmanni í Neskaupstað, sama nafn og númer. Ný vél (1960) 68 ha. Perkins vél. Talinn ónýtur og tekinn af skrá árið 1965.

701. Hekla SU 379. Ljósmyndari óþekktur.
701. Hekla SU 379. Ljósmyndari óþekktur.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30