24.05.2020 09:57

M. sk. Nordlyset strandar við Vestmannaeyjar.

Það var hinn 27 nóvember árið 1908 að "Nordlyset", skip hins íslenska steinolíufélags í Reykjavík strandaði á grunni við Vestmannaeyjar. Var skipið þá í olíuflutningum. Björgunarskipið "Svava" náði skipinu út og dró það til Reykjavíkur þar sem það var gert upp.
Mótorskonnortan Nordlyset LBKM. var smíðuð í Helsingborg í Svíþjóð árið 1897. 93 brl. Var með hjálparvél, stærð og gerð óþekkt. Alfred Fr Philipsen kaupmaður í Reykjavík og forstjóri Hins íslenska steinolíufélags í Reykjavík, sem var dótturfélag D.D.P.A (Det Danske Petroleumsselskab í Kaupmannahöfn), keypti skipið árið 1908. Nordlyset var í olíuflutningum milli hafna á Íslandi. Olían var þá flutt í stórum tréfötum. Nordlyset var selt úr landi árið 1915.


Mótorskonnortan Nordlyset á strandstað við Vestmannaeyjar 1908.        (C) Mynd úr safni mínu.


Nordlyset við Stykkishólm.                                                                          (C) Mynd úr safni mínu.

                Skipi hlekkist á

Seglskipið "Nordlyset" rakst á grunn við Vestmanneyjar 27. nóv. s.l. Skipið var fermt olíu, og tókst björgunarskipinu "Svava" að ná því á flot, og koma því til Reykjavíkur, og kvað lítið kveða að skemmdunum.

Þjóðviljinn ungi. 19 desember 1908.

Flettingar í dag: 11090
Gestir í dag: 106
Flettingar í gær: 1066
Gestir í gær: 90
Samtals flettingar: 1272232
Samtals gestir: 86439
Tölur uppfærðar: 17.5.2025 13:38:29