14.06.2020 08:39

2861. Breki VE 61 í slippnum í Reykjavík.

Skuttogarinn Breki VE 61 var tekinn í slipp í Reykjavík fyrir stuttu síðan. Ég tók þessar myndir af togaranum á sjómannadaginn s.l. Sannarlega fallegt skip.
Breki VE 61 var smíðaður hjá Huanghai Shipbuilding Co Ltd í Rongcheng í Kína árið 2017 fyrir Vinnslustöðina hf í Vestmannaeyjum. 1.223 Bt. 2.440 ha. MAN vél, 1.795 Kw. Kom til heimahafnar sinnar, Vestmannaeyja hinn 6 maí 2018 eftir sex vikna siglingu frá Kína. Skipið er hannað af verkfræðistofunni Skipasýn í Reykjavík í samstarfi við Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal. Breki VE er útbúinn til að geta togað með tvö troll eins og systurskipið Páll Pálsson ÍS 102. Skipin hafa einnig stærri skrúfur en áður hafa verið í skipum af þessari stærð og fæst mikill orkusparnaður við það.


2861. Breki VE 61 í slippnum í Reykjavík á sjómannadaginn s.l.




                                                                                                 (C) Þórhallur S Gjöveraa. 7 júní 2020.




Flettingar í dag: 776
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 1503
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 2172046
Samtals gestir: 96868
Tölur uppfærðar: 31.1.2026 11:27:27