21.06.2020 10:00
Smábátahöfnin á Akureyri fyrir margt löngu.
Þær eru margar fallegar trillurnar þarna í höfninni, sennilega á Oddeyrartanganum á Akureyri um miðja síðustu öld. Lengst til vinstri má sjá í 598. Kára EA 44, smíðaður í Skipasmíðastöð Gunnars Jónssonar á Akureyri árið 1929. Hann hét fyrst Kári Sölmundarson EA 454. 11,93 brl. með 38 ha. Tuxham vél. Þessi bátur var afhentur Þjóðminjasafninu til varðveislu árið 1988. Ætli hann hafi verið einn af þeim bátum sem brunnu á geymslusvæði safnsins í Kópavogi árið 1992-93 ? Svo má sjá þarna EA 158, sennilega 5392. Gunnar Helgason, smíðaður af Júlíusi Helgasyni í Hrísey árið 1948, 1,36 brl. Fiskhjallar og bátar á kambinum handan hafnarinnar og Kaldbakur snæviþakinn handan Eyjafjarðar í fjarska. Einstaklega falleg mynd.

Smábátahöfnin á Akureyri. (C) Gunnlaugur P Kristinsson. Gamalt póstkort.
Smábátahöfnin á Akureyri. (C) Gunnlaugur P Kristinsson. Gamalt póstkort.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 965
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194740
Samtals gestir: 83790
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:53:57