21.06.2020 11:23

V. b. Muninn NK 74.

Vélbáturinn Muninn NK 74 var smíðaður í Oddaverkstæðinu á Fáskrúðsfirði árið 1930 fyrir Vilhjálm Björnsson útgerðarmann á Búðum í Fáskrúðsfirði. Hét fyrst Gammur SU 40.15 brl. 40 ha. Skandia vél. Seldur 1 september 1933, Jóni Benjamínssyni útgerðarmanni í Neskaupstað, hét Gammur NK 59. Seldur 1938-39, Ármanni Magnússyni útgerðarmanni í Neskaupstað, hét þá Muninn NK 74. Sökk eftir árekstur við vélbátinn Fylki NK 46 frá Neskaupstað út af Glettinganesi 23 júlí árið 1940. Áhöfninni, 8 mönnum, var bjargað um borð í Fylki sem þegar hélt inn til Neskaupstaðar með skipbrotsmennina.


V.b. Muninn NK 74 á siglingu á Norðfirði.                                     (C) Þórður Jóhannsson.

              Síldarskip sekkur
                   Mannbjörg

Norðfirði, miðvikudag.
Vjelbátarnir Fylkir og Muninn rákust á út af Glettingarnesi í gær. Var Muninn að koma af síldveiðum. Var hann fullfermdur. Hann sökk eftir 3-4 mínútur. En mennirnir 8 sem voru á bátnum gátu stokkið yfir í Fylki. Um orsakir eða aðdragana að árekstrinum er ekki upplýst. Málið er í rannsókn. Fylki sakaði ekki og er hann kominn á veiðar.

Morgunblaðið. 25 júlí 1940.


Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30