17.08.2020 09:55
E. s. Christian lX. LBDN.
Eimskipið Christian lX (9) var smíðað hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn árið 1875 fyrir Sameinaða gufuskipafélagið (DFDS) í Kaupmannahöfn. 1.236 brl. 500 ha. 3 þennslu gufuvél. 230,8 ft. á lengd, 30,1 ft. á breidd og djúprista var 23,2 ft. Smíðanúmer 84. Selt 28 febrúar 1916, Ásgeiri Péturssyni útgerðar og kaupmanni á Akureyri, sama nafn. Skipið var selt í júní sama ár til Stokkhólms í Svíþjóð. Er svo í Malmö árið 1918. Er svo síðast skráð í Hammarby í Svíþjóð. Skipið strandaði og sökk í sænska skerjagarðinum hinn 25 október árið 1925.
Það kom frétt í blaðið Norðurland hinn 8 júní 1916, að Ásgeir hafi selt skipið stóru skipafélagi í Noregi. Mínar heimildir eru danskar og mun áræðanlegri að ég higg og nota ég þær frekar.

Gufuskipið "Christian lX" á siglingu. Ljósmynd í minni eigu.
Það kom frétt í blaðið Norðurland hinn 8 júní 1916, að Ásgeir hafi selt skipið stóru skipafélagi í Noregi. Mínar heimildir eru danskar og mun áræðanlegri að ég higg og nota ég þær frekar.
Gufuskipið "Christian lX" á siglingu. Ljósmynd í minni eigu.
"Christian
lX"
Skip sem Ásgeir Pétursson kaupmaður hefir keypt af sameinaða
gufuskipafélaginu í Kaupmannahöfn kom hingað í gær, hlaðið steinolíu o. fl.
vörum. Ásgeir Pétursson kom sjálfur á skipinu. Meðal farþega voru kaupmennirnir
Sigtryggur Jónsson á Akureyri og Sigtryggur Jóhannesson í Reykjavík. Á þetta
mikla og þjóðþarfa fyrirtæki Ásgeirs Péturssonar (kaup skipsins) verður nánar
minst í næsta blaði.
Norðurland. 22 apríl 1916.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30