29.08.2020 19:32
Siglufjörður á millistríðsárunum.
Siglufjörður um árið 1930. Síldarævintýrið í algleymingi. (C) Jón & Vigfús.
Síldarolíu
og fiskimjölsverksmiðjur
á Íslandi fyrr og nú
Evangers verksmiðjan á Siglufirði, var reist árið 1912, en
eyðilagðist í snjóflóði 1919. Verksmiðjan »Ægir« í Krossanesi við Eyjafjörð, er
einnig reist árið 1912 og sama ár byggir Goos verksmiðju sína á Siglufirði.
Árið 1913 var verksmiðja reist á Dagverðareyri við Eyjafjörð, en hún brann árið
1916; var hún byggð upp aftur en hætti eftir fá ár og var flutt til Raufarhafnar
1926. 1918 reistu hinar sameinuðu íslenzku verzlanir, verksmiðju á Siglufirði,
en hana keypti síðar Goos.
1913 byrjuðu Þjóðverjar síldarbræðslu á Sólbakka við Önundarfjörð, sem lagðist
niður um tíma. Síðar byrjaði h. f. Andvari, sem stofnað var 1925. H. f.
»Kveldúlfur« í Reykjavík á verksmiðju á Hesteyri við Ísafjarðardjúp, sem byrjað
var að starfrækja árið 1923. Var þar áður hvalveiðastöðin »Hekla«, 1926 var
verksmiðjan á Dagverðareyri flutt til Raufarhafnar og er starfrækt þar. 1929 er
byrjað að reisa síldarbræðslustöð ríkisins á Siglufirði.
Árið 1915 reisti ræðismaður Gísli Johnsen verksmiðju í Vestmannaeyjum, sem
starfrækt er enn og aðra verksmiðju reisti Thomsen o. fl. á sama stað, árið
1924. Það ár var verksmiðja á Norðfirði sett á fót af Dr. Paul. 1926 var
verksmiðja reist á Ísafirði, sem nú er eign »Fiskimjöl h. f.« á Ísafirði, og
sama ár byrjaði Dr. Paul að reka verksmiðju á Siglufirði og er hún einnig
síldarolíuverksmiðja. 1927 reisti ræðismaður Gísli Johnsen fiskimjölsverksmiðju
á Vatnsnesi við Keflavík, en hún brann skömmu síðar, var endurreist 1929 og er
nú eign h. f. Lýsi og mjöl. 1928 var verksmiðja reist í grennd við Reykjavík og
rekur h.f. »Fiskimjöl hana. H. f. »Bein« reisti verksmiðju á Siglufirði árið
1929, sem tók til starfa hið sama ár.
Ægir. 6 tbl. 1 júní 1930.