01.09.2020 09:10
B. v. Sólborg ÍS 260. TFQD.
Nýsköpunartogarinn Sólborg ÍS 260 var smíðaður hjá
Alexander Hall & Co Ltd í Aberdeen í Skotlandi árið 1951 fyrir Ísfirðing
hf. á Ísafirði. 732 brl. 1.000 ha. 3 þennslu gufuvél. Hét Stígandi á smíðatíma.
Smíðanúmer 736. Sólborgin var síðasti gufutogarinn sem kom til landsins. Árið
1966 var ríkissjóður eigandi skipsins og var það dregið frá Ísafirði til
Reykjavíkur og komið fyrir á Kleppsvíkinni við legufæri. Sólborgin fór aldrei á
veiðar eftir þetta og mun hafa legið á Kleppsvíkinni í á þriðja ár. Selt í
brotajárn til Blyth á Englandi árið 1968.
Sólborg ÍS 260 var einn af hinum svokölluðu
"Stefaníu" togurum, sem ríkisstjórn Stefáns J Stefánssonar samdi um
smíði á í Bretlandi árið 1947. Þeir voru 10 að tölu, 8 gufutogarar smíðaðir í
Skotlandi og 2 díesel togarar smíðaðir í Goole á Englandi.
B.v. Sólborg ÍS 260 á veiðum á Selvogsbanka 1955. (C) Jón Hermannsson. Ljósmynd í minni eigu.
Ísafjarðartogarinn
Sólborg kominn til landsins
Klukkan 2 e. h. í gær sigldi Sólborg, hinn nýi togari
Ísfirðinga, inn á Reykjavíkurhöfn. Kom skipið beint frá Aberdeen, en þar var
það smíðað í skipasmíðastöð Alexander Hall. Er það 10. skipið, sem þetta
fyrirtæki smíðar fyrir Íslendinga. Sólborg, sem er eign hlutafjelagsins
Ísfirðingur á Ísafirði, er 732 brutto smálestir og 183 fet á lengd. Er hún
síðasti eimtogarinn af þeim 8, sem samið var um smíði á árið 1947. Sólborg er
hið fegursta skip. Ber hún einkennisstafina ÍS 260. Í skipinu er fiskimjölsverk
smiðja, sem var reynd áður en það fór heim. Kælivjelar eru í lestarrúmum. Það
er ennfremur búið fullkomnustu siglingatækjum, svo sem radar.
Meðal farþega með Sólborgu frá Englandi var Ásberg Sigurðsson, lögfræðingur,
framkvæmdastjóri togarafjelagsins Ísfirðings. Skipstjóri á Sólborgu verður Páll
Pálsson frá Hnífsdal. Fyrsti stýrimaður verður Guðmundur Thorlasíus og fyrsti
vjelstjóri Kristinn Guðlaugsson.
Ráðgert var að skipið færi í gærkvöldi vestur til Ísafjarðar, en þaðan mun það
fara á veiðar.
Morgunblaðið. 28 ágúst 1951.
B.v. Sólborgu ÍS 260 hleypt af stokkunum hjá Alexander Hall & Co í Aberdeen í Skotlandi. Sólborg var síðasti gufutogarinn sem kom til landsins. (C) Þórður Guðmundsson.
B.v. Sólborg ÍS 260 við komuna til Ísafjarðar. (C) Sigurgeir B Halldórsson.
Ægir dregur
tvo úr landi
skipin seld í brotajárn
Ægir gamli hefur nú verið seldur í brotajárn til Englands,
að því er annar eigandinn, Gísli Ísleifsson, hrl., tjáði Morgunblaðinu í gær.
Verður honum siglt til Blyth í næstu viku og á að láta hann draga með sér tvo
togara, Brimnes og Sólborg, sem einnig hafa verið seldir þangað í brotajárn.
Skipstjóri í þessari síðustu för Ægis gamla verður Haraldur Ólafsson, en alls
taldi Gísli, að 10 eða 11 menn þyrftu að vera á skipunum þremur í þessari ferð.
Morgunblaðið. 16 júní 1968.