13.09.2020 11:10
Landlega á Siglufirði.
Landlega síldveiðiflotans á Siglufirði sumarið 1958-59. (C) Hannes Baldvinsson.
Landlega í
gær á Siglufirði
Í gær var landlega á Siglufirði og lágu um 160 skip bundin
við bryggjur. Þau komu inn í fyrradag og lönduðu en hafa síðan ekki farið út
vegna storms á miðum. Í gær var sólskin á Siglufirði framan af degi en fór að
hvessa er á daginn leið og illt veður úti fyrir. Var ekki búizt við að nein
skip færi á veiðar í nótt. Síldarleitarflug lá niðri í allan gærdag. Í
fyrrakvöld var fjölsóttur dansleikur á Siglufirði en fór hið bezta fram og
ölvun lítil, enda hefur útsala ATVR verið lokuð frá því um helgi. Nokkuð bar þó
á ölvun og óspektum um nóttina, voru menn hávaðasamir og fyrirferðarmiklir og
var 7 görpum vísað til sængur í Steininum.
Talið er að leynivínsalar frá Akureyri hafi séð sér leik á borði, meðan útsalan
var lokuð á Siglufirði og flutt hinar dýru veigar norður.
Tíminn. 6 júlí 1960.