04.10.2020 09:35

562. Hersir ÍS 490.

Mótorbáturinn Hersir ÍS 490 var smíðaður af Bárði G Tómassyni skipaverkfræðingi á Ísafirði árið 1930 fyrir Jón Ágúst Eiríksson skipstjóra og Örnólf Valdimarsson á Suðureyri við Súgandafjörð. Eik og fura.  11,66 brl. 32 ha. Ellwe vél. Seinna eignaðist Kristján, bróðir Jóns, hlut Örnólfs í bátnum. 1 apríl 1932 eignaðist Jón Ágúst bátinn einn. Ný vél (1943) 40 ha. Saffle vél. Seldur 25 nóvember 1948, Kristni J Jónssyni og Jóni K Jóhannssyni á Patreksfirði, hét þá Hersir BA 14. Kristinn eignaðist bátinn einn 27 júní 1960. Ný vél (1966) 66 ha. Kelvin vél. Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skipaskrá árið 1974.


Hersir ÍS 490 á siglingu á Súgandafirði á stríðsárunum.               (C) Haraldur Samsonarson.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30