13.02.2021 21:42
1347. Jón Vídalín ÁR 1. TFVZ.
1347. Jón Vídalín ÁR 1. Ljósmyndari óþekktur.
Nýr
skuttogari til Þorlákshafnar
Nýr skuttogari, Jón Vídalín ÁR-1, er væntanlegur til
Þorlákshafnar í næstu viku. Skipið, sem er eign Meitilsins h.f., er smíðað í
Vigo á Spáni og á það að leggja af stað til landsins 22. marz n.k.
Morgunblaðið. 20 mars 1974.
Rolmar Dos við bryggju á Spáni. (C) Sveinn Ingi Thorarinsson.
Jón Vídalín
ÁR 1
Skuttogarinn Jón Vídalín ÁR 1 kom til landsins 16. apríl
s.l. og er 4. í röðinni af 5 skuttogurum (451 brl.) af minni gerð, sem
Spánverjar smíða fyrir íslendinga. Jón Vídalín ÁR 1 er byggður hjá
skipasmíðastöðinni Maritima de Axpe Bilbao og er nýsmíði stöðvarinnar nr. 72.
Skipið er eign Meitilsins h.f., í Þorlákshöfn. Fyrsta skuttogaranum af minni
gerð frá Spáni, Hólmanesi SU, var lýst í 6. tbl. Ægis 1974 og á sú lýsing við
þetta skip einnig. Í þeirri lýsingu slæddust þó inn tvær villur: Akkerisvinda
er frá Ibercisa, en ekki frá Carral, eins og fram kom í lýsingu af Hólmanesi og
miðunarstöð er Taiyo TD-A 120, en ekki TD-A 130. Í skipið verða sett tvö
viðbótartæki umfram tækjabúnað, sem fylgdi skipunum, en uno FH 203 og
netsjárasdiktækið er af gerðinni Furuno FH 203 og netsjártækið af gerðinni
Furuno FNR200 (þráðlaust). Samsvarandi tæki verða einnig sett í Hólmanes SU,
Otur GK og Aðalvík KE. Skipstjóri á Jóni Vídalín ÁR er Eðvald Eyjólfsson og 1.
vélstjóri Steinar Óskarsson. Framkvæmdastjórar útgerðarinnar eru Benedikt
Thorarensen og Ríkharð Jónsson. Rúmlestatala 451 brl.
Mesta lengd 47.55 m.
Lengd milli lóðlína 39.26 m.
Breidd 9.50 m.
Dýpt að efra þilfari 6.50 m.
Dýpt að neðra þilfari 4.30 m.
Djúprista (mesta) 4.25 m.
Særými (djúprista 4.25 m.) 1060 tonn.
Burðarmagn (djúprista 4.25 m) 400 tonn.
Lestarrými 400 m3 .
Brennsluolíugeymar 168 m3 .
Ferskvatnsgeymar 37 m3 .
Ganghraði (reynslusigling) 14 sjómílur.
Ægir. 12 tbl. 15 ágúst 1974.