13.04.2021 16:41
B.v. Snorri goði RE 141. LBMG / TFYC.
Botnvörpungurinn Snorri goði RE 141
var smíðaður hjá Kaldnes Mekaniks Verksted í Tönsberg í Noregi árið 1921 fyrir Det
Norske Damptrawlselskab A/S í Álasundi í Noregi, hét fyrst Aalesund. 374 brl.
578 ha. 3 þennslu gufuvél. Smíðanúmer 49. Skipið var selt h/f Kveldúlfi í
Reykjavík á nauðungaruppboði í Noregi, vorið eða sumarið 1924 og kom togarinn
til Reykjavíkur hinn 22 ágúst það ár, hét Snorri goði RE 141. Ný vél (1930) 650
ha. 3 þennslu gufuvél. Seldur 21 júní 1944, Fiskveiðahlutafélaginu Viðey í
Reykjavík, skipið hét Viðey RE 13. Selt 7 október 1947, Búðanesi h/f í
Stykkishólmi, hét Búðanes SH 1. Selt 1 apríl 1952, Vélum og skipum h/f í
Reykjavík. Togarinn var seldur í brotajárn til Granton í Skotlandi og rifinn
þar í maí árið 1952.
Snorri goði var upphaflega smíðaður sem selveiðiskip en ekki klárað. Kveldúlfur
keypti togarann á nauðungaruppboði í Noregi. Snorri var ekki gott togskip. Hann
var með hraðgenga vél með lítilli skrúfu. Til að reyna að bæta úr því var ný
gufuvél sett í hann 1930. Eftir að þeir eignuðust systurskipið Gulltopp RE 247
hafi staðið til að skipta um vél í honum en aldrei orðið úr því.
Heimild; Birgir Þórisson.
B.v. Snorri goði RE 141 með fullfermi í erlendri höfn, sennilega í Englandi. Ljósmyndari óþekktur.
Nýr
botnvörpungur
"Snorri goði" heitir nýr botnvörpungur, sem hf. Kveldúlfur
hefir keypt frá Noregi, og kom hann hingað í fyrradag. Einar skipstjóri
Einarsson kom með skipið.
Vísir. 25 ágúst 1924.
B.v. Snorri goði RE 141 á siglingu. (C) Guðbjartur Ásgeirsson.
Kveldúlfstogarinn Snorri goði RE 141. (C) Guðbjartur Ásgeirsson.
B.v. Snorri goði RE 141 á siglingu. Ljósmyndari óþekktur.
Um borð í Viðey RE 13, verið er að taka trollið. (C) Guðbjartur Ásgeirsson.
B.v. Búðanes SH 1 á leið í eða úr slipp í Reykjavík. (C) Geir Geirsson Zoëga.
Fimm togarar
í brotajárn
Á árinu 1952 var eitt skip flutt úr landi , E/s Súðin, sem
seld var til Hong Kong. Fob-verðið er talið 394 þús. kr. Þessir fimm togarar
voru seldir úr landi til niðurrifs og er söluverðmæti þeirra talið sem
brotajárn í skýrslu nr. 282-01: Útflutningsverð
1000 kr.
E/s Haukanes (341 rúml. br.), selt til Belgíu.
340.
E/s Baldur (315 rúml. br.), seldur til Belgíu. 340.
E/s Helgafell (313 rúml. br.), selt til Bretlands. 228.
E/s Jón Steingrímsson (298 rúml. br.), seldur til Bretlands. 182.
E/s Búðanes (373 rúml. br.), selt til Bretlands. 251.
Alls
1 341.
Hagskýrslur um utanríkisverslun.
Verslunarskýrslur árið 1952.
1 janúar 1954.