21.05.2021 20:07

M.b. Hafliði NK 29.

Mótorbáturinn Hafliði NK 29 var smíðaður af Sigurði Þorleifssyni bátasmið á Norðfirði árið 1927. Eik og fura. 2,51 brl. Vél ókunn. Hann fékk ekki NK skráninguna fyrr en 1929-30 og ég finn ekkert um það hvort hann hafði SU skráningu eins og aðrir Norðfjarðarbátar á þessum tíma. Eigandi var Jón Sveinsson á Tröllanesi á Norðfirði frá sama ári. Seldur, óvíst hvenær, Jóni S Sörensen og Guðmundi Guðmundssyni í Neskaupstað. Seldur 1933, Jósep Halldórssyni í Neskaupstað. Hann lætur dekka bátinn og spurning hvort hann lét sétja stýrishús á hann. Seldur Kristjáni Kristjánssyni í Neskaupstað. Síðasti eigandi var Ölver Guðmundsson útgerðarmaður í Neskaupstað. Óvíst hvað um bátinn varð, en hann var lengi til á Norðfirði.

Held örugglega að Jón á Tröllanesi hafi verið með Sigurði að smíða Hafliða. Hef nokkuð öruggar heimildir fyrir því.


M.b. Hafliði NK 29 á siglingu á Norðfirði.                                  (C) Mynda og skjalasafn Norðfjarðar.


M.b. Hafliði NK 29. Þarna orðinn dekkaður og kominn með stýrishús.       Ljósmyndari óþekktur.

Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30