14.07.2021 13:28

E.s. Noreg EA 133. LCDK / TFVE.

Gufuskipið Noreg EA 133 var smíðað í Moss í Noregi árið 1902. 96 brl. 165 ha. 2 þennslu gufuvél. Ingvar Guðjónsson útgerðarmaður og síldarsaltandi á Akureyri kaupir skipið í Noregi vorið 1923. Ingvar gerði skipið út á síld og þorskveiðar, en þó mest á síld. Skipið var leigt vorið 1930, bræðrunum og skipstjórunum, Jóni og Birni Eiríkssonum og fl. í Hafnarfirði. Skipið notuðu þeir til að safna lifur af færeyskum kútterum út af suðvesturlandi, þá aðallega í Eyrarbakkabugt og við Vestmannaeyjar. Mun lifrin hafa verið brædd um borð. Skipið var talið ónýtt og rifið á Akureyri árið 1936-37.


Noreg EA 133 við bryggju á Akureyri.                                                     Ljósmyndari óþekktur.

                      "Noreg"

Á Sunnudaginn kom Ingvar Guðjónsson skipstjóri með gufuskip, er hann keypti í Noregi í vetur. Heitir það Noreg og er um 100 smálestir að stærð. Mun það aðallega ætlað til síldveiða hér fyrir norðurlandi.

Verkamaðurinn. 17 apríl 1923.

Flettingar í dag: 1291
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 2965
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 1198031
Samtals gestir: 83842
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:19:06