11.08.2021 17:31
1212. Sólbakur EA 5. TFDJ.
Skuttogarinn Sólbakur EA 5 var smíðaður hjá Stocznia im Komuny Paryskiej í Gdynia í Póllandi árið 1967 fyrir franska útgerðarfélagið Pecheries Boulonnaises Fourmentin & Cie SA í Boulogne-sur-mer. 462 brl. 1.800 ha. Crepelle vél. Hét áður Bayard
B 3025. Smíðanúmer B 429/01. 54,0 x 10,6 x 6,9. m. Útgerðarfélag Akureyringa hf
kaupir togarann í Frakklandi 22 janúar 1972 og kaupverð hans var 73 milljónir. Kom
hann til heimahafnar sinnar, Akureyrar hinn 8 febrúar sama ár. Sólbakur var
fyrsti skuttogari Akureyringa og fór í sína fyrstu veiðiferð 8 mars. Skipstjóri
var Áki Stefánsson. Það má geta þess að Sólbakur dró gamla Harðbak út til
Skotlands, haustið 1979, en þangað hafði hann verið seldur í brotajárn.
Harðbakur var síðasti Nýsköpunartogarinn sem þá var eftir í landinu. Sólbakur
var seldur í brotajárn og tekinn af íslenskri skipaskrá 3 nóvember árið 1983.
1212. Sólbakur EA 5 á toginu. (C) Hafliði Óskarsson.
Sólbakur til Akureyrar
Frekari togarakaup fyrirhuguð
Sólbakur EA 5, eign Útgerðarfélags Akureyringa h.f. og
stærsti skuttogari sem til þessa hefur komið til landsins, sigldi inn á
Akureyrarhöfn í morgun eftir 4 ½
sólarhrings siglingu frá Boulogne í Frakklandi, þaðan sem togarinn var
keyptur. Hann var prýddur skrautfánum stafna á milli og sigldi nokkrum sinnum
fram og aftur um höfnina, til að sýna sig, áður en hann lagðist að
togarabryggjunni. Skipakaupin voru ákveðin seint á síðasta ári, eftir að Áki
Stefánsson skipstjóri hafði farið eina veiðiferð með togaranum til reynslu.
Kaupverðið var 4,6 milij. franskra franka og var þá innifalin fjögurra ára
flokkunarviðgerð. Sólbakur er 461 rúmlest, mesta lengd 54 metrar, breidd 10,4 m
og lestarrými í fisikilest 430 rúmm. Ganghraði er 11,7 sjómilur, miðað við 75%
nýtingu vélarafls. Sólbakur var smíðaður í Gdynia í Póllandi og afhentur fyrri
eigendum í des. 1967. Hann er úr stáli og með tveimur þilförum og skutrennu,
smíðaður samkvæmt fílokkunarreglum Bureo Veritas, sérstaklega styrktur til
siglinga í ís. Íbúðir eru fyrir 21 mann, allt 1 og 2ja. manna klefar. Þær eru á
milliþilfari, nema íbúðir skipstjóra og loftskeytamanns, sem eru í brú. Aðalvél
skipsins er frönsk dieselvél af gerðinni Crepelle 1800 ha og Brusselle togvinda
er rafknúin. Skipið er að sjálfsögðu búið fullkomnum og fjölbreyttum siglinga-
og fiskileitartækjum.
Skipstjóri verður Áki Stefánsson, 1. stýrimaður Jón Pétursson og 1. vélstjóri
Bolli Þóroddsson. Ekki er enn ljóst hver fjöldi skipverja verður, leita þarf
fyrst samkomulags um það mál við stéttarfélög sjómanna. Sólbakur fer sennilega
á veiðar í næstu viku. Stjórn ÚA er nú alvarlega tekin að líta í kringum sig
eftir nýjum skipum og sennilegt er að frekari ákvarðanir verði teknar bráðlega
um kaup á nýju eða nýlegu skipi og um nýsmíðar. Auk þess sem ÚA á kost á
skuttogara hjá Slippstöðinni h.f., hefur félagið sótt um að fá að kaupa einn af
fjórum 1200 lesta togurunum, sem verið er að smíða á Spáni, en það skip á að
verða tilbúið á miðju næsta ári. Þar að auki verður reynt að fá annan togara
keyptan erlendis bráðlega. Ástæðan til þess að stjórn ÚA leggur svo mikið kapp
á endurnýjun togaraflota síns um þessar mundir, er sú helzt að gömlu togararnir
eru nú teknir fast að eldast. Fyrir dyrum stendur 24 ára flokkunarviðgerð á
Sléttbak og fljótlega þar á eftir á Kaldbak, en í vor eru 25 ár liðin síðan
hann kom nýr til Akureyrar. Mjög er óvíst hvort sú viðgerð svarar kostnaði.
Svalbakur kom 1949 og Harðbakur 1950 og búast má við að þeir fari einnig að
segja af sér. Hins vegar er afar mikilvægt fyrir atvinnulífið í bænum að nógur
afli berist til fiskvinnslustöðvar ÚA, ekki sízt hraðfrystihússins, en rekstur
þess hefur gengið mjög vel undanfarin ár.
Morgunblaðið. 9 febrúar 1972.
Gamli og nýji tíminn mætast. Sólbakur EA 5 með Kaldbak EA 1 og Harðbak EA 3 í forgrunni.
(C) Páll A Pálsson.
Sólbakur EA 5 á leið í sína fyrstu veiðiferð. Kaldbakur EA 1 við bryggjuna. (C) Ú A.
Nú
mega fiskarnir fara að vara sig
Sólbakur,
fyrsti skuttogari Akureyringa
fór í fyrstu veiðiferðina í gær
Sólbakur EA 5, fyrsti skuttogari Útgerðarfélags Akureyringa
h.f. og stærsti skuttagari í eigu íslendinga enn sem komið er, lagði upp í
fyrstu veiðiferð sína frá togarabryggjunni á Akureyri kl. 14.40 í dag í
fegursta veðri, sólskini og sunnan golu. Fáni hafði verið dreginn að húni á
hraðfrystihúsi Ú A. Margt fólk var komið niður á bryggju til að kveðja skip og
skipshöfn, og árna fararheilla, og blær hátíðleika, bjartsýni og eftirvæntingar
var í hugum manna, enda mikar vonir bundnar við þetta nýfengna fiskiskip, sem
nú lá ferðbúið. Nokkru fyrir brottför komu Skipverjar hver af öðrum til skips
og fyrstur skipstjórinn, Áki Stefánsson. Sjópokar og persónulegir munir
skipverja voru bornir um borð og undir þiljur, en, áður var búið að birgja
skipið vistum, ís og öðrum nauðsynjum. Varpan lá eftir þilfarinu endilöngu.
Þó að Áki ætti í mörg horn að líta þessar síðustu mínútur fyrir brottför, gar
hann séð af stuttri stund til spjalls við fréttamann mbl."Mér segir ágætlega
hugur um þetta skip, ég held að það muni reynast vel. Ég fór eina veiðiferð með
því í vetur áður en það var keypt frá Frakklandi og mér leist vel á það. Hefur
miklu verið breytt í skipinu eftir að það var keypt hingað ? Nei, það verður
varla sagt. Þó hefur verið settur í það nýr eldhúsbúnaður, ibúðir lagfærðar,
færiböndum hagrætt á millidekki og svo hefur mikið verið málað. Verða ekki
mikil viðbrigði fyrir skipshöfnina að koma á þetta skip? - Jú, það má nú segja,
það verður gerólikt því sem var á gömlu togurunum.
Öll aðgerð fer fram undir
þiljum, allar íbúðir eru eins og tveggja manna klefar, og það er innangengt um
allt skipið. Það verða líka mikil viðbrigði fyrir skipstjórnarmenn frá því sem
var að koma í alla þessa sjálfvirkni og fjölbreyttan tækjakost og fást við
dísilvél í stað gufuvélar. Við höfum hér t.d. tvær ratsjár, og mjög fullkomnar
fisksjár og fiskileitartæki, svo að eitthvað sé nefnt. Svo er kallkerfi um allt
skipið. - Hvað verðið þið margir á? - Við verðum 19 í þessum túr, en reynslan
af honum á að sýna hvort fjölga þarf hásetum um einn eða svo. Ég hef þó litla
trú á því. Þetta er ákveðið með bráðabirgðasamkomulagi við Sjómannasambandið,
sem hefur samþykkt 20 manna áhöfn, en jafnframt að prósenta eins manns í þessu
tilfelli skiptist á hina. Samkvæmt samningum þarf a.m.k. 31 mann á gömlu togarana,
svo að þarna munar talsverðu. Öll vinna um borð skiptist á 6 tíma vaktir. - En
hvernig skiptist áhöfnin? - Við erurm þrír í brú, þrír í vél, loftskeytamaður,
matsveinn, bátsmaður og 10 hásetar. - Mig langar til að koma á framfæri
þakklæti mínu til stjórnar, forstjóra og annarra starfsmanna ÚA fyrir prýðilega
samvinnu og fyrirgreiðslu og til Akureyringa almennt fyrir vinarhug og vakandi
áhuga á útgerð þessa nýfengna skips, sem mér er trúað fyrir", sagði Áki að
lokum. Að svo mæltu gekk hann niður á þilfar og hóaði saman skipshöfninni til
myndatöku, en þá voru forstjórar ÚA, Gísli Konáðsson ag Vilhelm Þorsteinsson
þar komnir til að hitta Áka að máli.
- Gísli hafði þetta að segja um Sólbak: -
"Nú hefur verið unnið við lagfæringar á Sólbak í einn mánuð, en þá á líka að
vera búið að gera hann svo úr garði að hann þurfi ekki að stöðvast fyrst um
sinn. Nú verður hann bara að fiska og fiska vel. Ég er heldur ekkert hræddur um
annað, því að bæði skipstjóri og skipshöfn eru þaulreyndir menn, sem við
treystum fullkomlega. Nú voru landfestar leystar og óspart veifað í
kveðjuskyni. Sólbakur seig frá bryggju með áhöfn og þrjá farþega innanborðs,
sem fengu að fljóta með til Grímseyjar, Sigrúnu Sigurðardóttur, Ingibjörgu
Pétursdóttur, 4ra ára, og Guðjón Sigurbjörnsson. Þau eru öll búsett í Grímsey,
en komast þangað ekki flugleiðina, þrátt fyrir ágæt flugskilyrði, þar sem
flugbrautin þar er ófær vegna aurbleytu. Sólbakur tók skriðið út Eyjafjörð og
bar brátt í Kaldbak, sem elzti togari ÚA heitir í höfuðið á. Og nú mega fiskarnir
í djúpinu fara að biðja fyrir sér.
Morgunblaðið. 10 mars 1972.
Bayard B 3025 frá Boulogne-sur-mer á siglingu. Ljósmyndari óþekktur.
Sólbakur í
brotajárn
"Mér er það alveg Ijóst, að Sólbakur er ekki bæjarprýði, þar
sem hann stendur," sagði Gísli Konráðsson, framkvæmdastjóri ÚA í samtali
við Íslending, þegar borið var undir hann hvort ekki stæði til að flytja
ryðgaðan togarann a.m.k. úr augsýn þeirra, sem leið eiga um miðbæinn. Eins og
skýrt var frá á sínum tíma gerði Sigurður Þorsteinsson, íslenzkur maður
búsettur í Bandaríkjunum, boð í skipið. ,,Við héldum, að hann væri ákveðinn
kaupandi, en þetta hefur allt dregizt úr hömlu og það heyrist lítið frá Sigurði
svo ég er farinn að halda, að það sé ekkert að marka þetta sem hann hefur verið
að segja," sagði Gísli Konráðsson.
Sigurður var ólmur að fá Sólbak, þegar
ÚA gerði honum tilboð um áramótin s.l. Þá hugðist hann gera skipið að
móðurskipi fyrir sverðfiskveiðibáta í Karabíska hafinu. "En þetta er farið að
dofna allt saman, og ég er farinn að hugleiða við hliðina á þessu, sölu á
skipinu til Stálfélagsins í brotajárn, en það félag hyggst reisa stálverksmiðju
í Reykjavík," sagði Gísli. Hann sagði, að þeir hjá ÚA hefðu aðeins viðrað
þessa hugmynd við Stálfélagsmenn og hafa þeir sýnt áhuga. Hins vegar er málið
ekki það langt komið, að um þetta sé hægt að fullyrða enn. En þið hafið ekki
hugsað ykkur í millitíðinni að færa skipið til og frá augunum á manni, einkum
eftir að nýi vegurinn kom, sem gerir skipið enn meira áberandi? "Nei, ég held
að það sé ekki svo mikil kvöl að horfa á hann, að það sé ástæða til þess. Mér
finnst hann í rauninni hið mesta augnayndi," sagði Gísli og hló. "En ég
trúi því ekki að hann verði lengi þarna enn úr þessu. Því trúi ég ekki. Við
höfum hug á að koma honum í burtu."
Íslendingur. 4 ágúst 1983.