14.02.2022 09:31
2107. Haukur GK 25. TFIS.
Skuttogarinn Haukur GK 25 var smíðaður hjá Langsten Slip & Baatbyggeri A/S í Tomrefjord í Noregi árið 1984. 479 brl. 225 nettó. 2.033 ha. Wichmann vél, 1.495 Kw. 46,85 x 10,09 x 7,1 m. Smíðanúmer 104. Hét áður Snoddið FD 352 og var gerður út af Partrederi J.I. Ólsen í Tóftum í Færeyjum. Valbjörn hf í Sandgerði keypti togarann í mars árið 1991 og fékk hann þá nafnið Haukur GK 25. Togarinn var seldur til Færeyja og tekinn af skrá 29 desember árið 2000.
![]() |
2107. Haukur GK 25. Ljósmyndari óþekktur. |
Valbjörn h.f. Sandgerði
Færeyskur togari kominn til landsins
Síðasta sunnudag kom færeyski togarinn Snoddið til hafnar í Njarðvík. Togara þennan hefur Valbjörn h.f. í Sandgerði keypt af Færeyingum. Var togarinn tekinn upp í slipp í Njarðvík á mánudag. Mun Valbjöm h.f. selja í staðinn togara sinn Hauk GK 25. Voru menn alveg eins vongóðir um að hann færi til Færeyja, en með Snoddinu komu auk áhafnar Hauks GK, færeyingar til að skoða Haukinn. Þá kom Jón Erlingsson útgerðarmaður með togaranum heim. Hafa kaupin verið alllengi í bígerð, en ávallt staðið á einhverju ytra. Snoddið hefur legið í höfn í Þórshöfn í tæpt ár, eftir að útgerðin varð gjaldþrota. Togarinn er smíðaður í Noregi árið 1984. Mælist hann svipaður að stærð og Haukur, þó fyrirkomulag sé allt mikið betra og lestarpláss mikið stærra. Er reiknað með að hann fái nafnið Haukur GK. Sama skipshöfn verður á honum og var á eldri Hauki undir skipstjórn Sveins Jónssonar.
Víkurfréttir. 11 tbl. 14 mars 1991.
![]() |
||||
Haukur GK 25. Fyrirkomulagsteikning. Mynd úr Ægi.
|