26.05.2022 17:04

3013. Sólborg RE 27. TFIT.

Frystitogarinn Sólborg RE 27 var smíðaður hjá Langsten Slip & Båtbyggeri A/S í Tomrefjord í Noregi árið 1988. 2.707 bt. 812 nettó. 4.079 ha. Wärtsilä Vasa 8R 32 D. 3.000 Kw. 75,90 x 13,00 x 8,32 m. Smíðanúmer 132. Hét fyrst Tasermiut GR 6-395 og var smíðaður fyrir Grönlands Hjemmestyres Trawlervirksomhed í Nuuk í Grænlandi. Frá árinu 1991 er Royal Greenland í Nuuk í Grænlandi eigandi skipsins. Seldur í júní 2009, Nataaqnaq Fisheries Inc. Í St. John´s á Nýfundnalandi, hét þar Labrador Storm (hugsanlega Grænlenskir eigendur). Seldur 16 júlí 2014, Arctic Prime Fisheries í Nuuk í Grænlandi, fær sitt fyrra nafn, Tasermiut GR 6-395. Togarinn var svo seldur í ágúst 2021, Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf, fékk þá nafnið Sólborg RE 27 og er hann gerður út sem frystitogari frá Reykjavík í dag. Sannarlega fallegt skip.
 

3013. Sólborg RE 27 við bryggju í Örfirisey.  (C) Þórhallur S Gjöveraa.
 
Tasermiut GR-395 við Grandagarð.       (C) Þórhallur S Gjöveraa.
 
Labrador Storm.                                                            (C) Dean Porter.

         Grænlenskur togari verður ný Sólborg


Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur hf. (ÚR) hef­ur fest kaup á frysti­tog­ar­an­um Tasermiut sem var áður í eigu Arctic Prime Fis­heries á Græn­landi. Arctic Prime fis­heries er að hluta til í eigu Brims og ÚR sem eiga hvor sinn 16,5 pró­sent hlut­inn í græn­lensku út­gerðinni.
Skipið sem legið hef­ur und­an­farna daga við bryggju á Grand­an­um hef­ur fengið nýtt nafn og heit­ir nú Sól­borg RE-27.
ÚR hef­ur áður gert út tvö skip með þessu nafni með góðum ár­angri, nú síðast línu- og neta­bát sem smíðaður var í Kar­sten­sens Skibsværft í Ska­gen í Dan­mörku árið 1988, en hafði verið lagt í nokk­urn tíma. Hún var sömu­leiðis græn­lenskt fiski­skip áður en hún kom til Íslands. Nýja Sól­borg er 75,9 metr­ar að lengd og um 2.550 brútt­ót­onn. Skipið var byggt í Nor­egi árið 1988 fyr­ir Græn­land og er í efsta ísklassa sem fiski­skip eru byggð fyr­ir. „Þetta er nán­ast ís­brjót­ur“, seg­ir Run­ólf­ur V. Guðmunds­son­ar, fram­kvæmda­stjóri ÚR, í sam­tali við 200 míl­ur um skipið.
„Þetta er gríðarlega öfl­ugt og gott skip sem get­ur siglt í al­veg eins meters þykk­um ís leik­andi,“ seg­ir Run­ólf­ur. Að sögn Run­ólfs er stefnt að því að fara fljót­lega í breyt­ing­ar og end­ur­nýj­un á vinnslu­dekki. Til stend­ur að setja upp full­kom­inn vinnslu­búnað til að fram­leiða fyrsta flokks afurðir fyr­ir er­lenda markaði. Spurður hvort fyr­ir liggi hvers kon­ar búnað á að kaupa um borð í skipið seg­ir Run­ólf­ur svo ekki vera. „Það er núna í skoðun hjá okk­ur,“ seg­ir Run­ólf­ur.
Hann seg­ir fjár­fest­ingu ÚR við kaup á skip­inu og búnaði í það verða um þrjá millj­arða þegar upp verður staðið. Sól­borg sækir afla­heim­ild­ir í Bar­ents­haf og mun helst veiða ufsa og karfa. „Við erum að auka rekst­ur­inn. Við eig­um afla­heim­ild­ir fyr­ir annað skip og ætl­um að nýta þær bet­ur,“ aðspurður hver þörf­in væri fyr­ir nýju öfl­ugu skipi inn­an rekst­urs ÚR. „Ný áhöfn verður um borð í Sól­borg, í raun allt nýir menn sem við erum að ráða. 24 í hvorri áhöfn og tvær áhafn­ir sem róa svo alls verða 48 manns með at­vinnu af skip­inu. Svo að það er gert ráð fyr­ir að menn rói einn og einn,“ seg­ir Run­ólf­ur. Hann seg­ist gríðarlega spennt­ur fyr­ir kom­andi tím­um og fyr­ir að koma nýju skipi á sjó.„Þetta er stórt og öfl­ug skip og mun gera góða hluti,“ seg­ir Run­ólf­ur.
Ráðnir hafa verið tveir skip­stjór­ar á skipið; Óli Grét­ar Skarp­héðins­son og Jón Frí­mann Eíríks­son. Óli Grét­ar sem er 43 ára verður skip­stjóri í fyrstu veiðiferð skips­ins. Óli Grét­ar er fædd­ur og upp­al­inn Ólafs­firðing­ur. Í dag er hann bú­sett­ur á Eskif­irð. Óli byrjaði á sjó 1997 og þá á Kleif­a­bergi og var þar þangað til um haustið 2007 þegar hann fór í land til að læra raf­virkj­un. Óli Grét­ar sneri al­farið aft­ur á Kleif­a­bergið í árs­byrj­un 2011, stuttu seinna skráði Óli sig í nám í skip­stjórn sem hann lauk með glæsi­leg­um ár­angri. Óli Grét­ar hef­ur síðan 2018 verið yf­ir­stýri­maður á skip­um ÚR.
Jón Frí­mann Ei­ríks­son sem er 45 ára er fædd­ur og upp­al­inn Ak­ur­nes­ing­ur en er í dag bú­sett­ur í Borg­ar­nesi. Jón Frí­mann hóf sjó­mennsk­una 1994 á skip­um Har­ald­ar Böðvars­son­ar og Co ehf. og hann fór í stýri­manna­skól­ann 1997 til 1999. Jón Frí­man var stýri­maður og af­leys­ing­ar­skip­stjóri hjá Guðmundi Runófs­syni hf. frá 2000 og til 2016. Jón Frí­man hóf störf hjá Brimi 2016 til að fara á ný­smíðina Ak­ur­ey AK þar sem hann var stýri­maður og af­leys­ing­ar­skip­stjóri. Gamla Sól­borg, sem ekki hef­ur verið á veiðum í nokk­urn tíma, hef­ur verið af­skráð í ís­lenskri skipa­skrá og er á sölu. Gert er ráð fyr­ir að skipið sigli úr höfn í sinn fyrsta túr und­ir nýj­um eig­anda í dag.

Morgunblaðið / 200 mílur. 5 ágúst 2021.

 

                                          

 

Flettingar í dag: 359
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 276
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1058005
Samtals gestir: 76549
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 17:49:58