30.06.2023 09:20

Japanstogararnir. / 1281. Ólafur Bekkur ÓF 2 TFLD.

Skuttogarinn Ólafur Bekkur ÓF 2 var smíðaður hjá Niigata Engineering Co Ltd í Niigata á Honshu eyju í Japan árið 1973 fyrir Útgerðarfélag Ólafsfjarðar h.f á Ólafsfirði. 461 brl. 2.000 ha. Niigata vél, 1.471 Kw. 47,03 x 9,52 x 5,50 m. Smíðanúmer 1167. Kom fyrst til heimahafnar sinnar, Ólafsfjarðar hinn 8 maí árið 1973. Fyrsti skipstjóri var Ólafur Sæmundsson og 1 vélstjóri Jóhann M Jóhannsson.
 

Ólafur Bekkur ÓF 2 í Ísafjarðarhöfn.                 Ljósmyndari óþekktur.





                  Ólafur Bekkur ÓF 2

 

8. maí s.l. kom skuttogarinn Ólafur Bekkur ÓF 2 til Ólafsfjarðar. Þetta er sjöunda systurskipið, sem byggt er í Japan fyrir Íslendinga, og jafnframt það fjórða og síðasta frá Niigata skipasmíðastöðinni. Skipið er eign Útgerðarfélags Ólafsfirðinga, en það félag stofnuðu Hraðfrystihús Ólafsfjarðar, Hraðfrystihús Magnúsar Gamalíelssonar og Ólafsfjarðarbær um togarann til að afla hráefnis fyrir frystihúsin. Í 4. tbl. Ægis birtist lýsing af Vestmannaey VE 54 og á sú lýsing við Ólaf Bekk að flestu leyti, og verður hér aðeins getið helztu frávika frá þeirri lýsingu. Vinnuþilfar Ólafs Bekks ÓF er eins og lýst var í 6. tbl. Ægis (Páll Pálsson ÍS) að öðru leyti en því, að hvorki eru lifrargeymar né ísvél um borð. Tæki í brú eru þau sömu og eru í Vestmannaey VE, að viðbættum togmælum frá Tokyo Keiki, og asdiktækis, en það er frá Furuno, gerð FH-102: Skipstjóri á Ólafi Bekk ÓF 2 er Ólafur Sæmundsson, 1. vélstjóri Jóhann M. Jóhannsson, en framkvæmdastjóri útgerðarinnar er Haraldur Þórðarson. Ægir óskar eigendum og áhöfn til hamingju með þetta glæsilega skip.

Ægir. 15 júní 1973.

Flettingar í dag: 1882
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1192284
Samtals gestir: 83672
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:39:31