21.08.2023 11:06

3040. Þerney RE 3. TFDT.

Frystitogarinn Þerney RE 3 var smíðaður hjá S.C. Santierul Naval S.A. í Braila í Rúmeníu (skrokkur Smíðanr: 1037) en skipið klárað hjá Myklebust Verft A.S. í Myklebust á Haroya eyju í Noregi árið 2001. 2.652 brl. 7.402 ha. Wartsilä 12V32E vél. 66 x 14 x ? m. Smíðanúmer 30. Brim h.f. keypti togarann í júlímánuði s.l. Hét frá árinu 2013, Tuugaalik GR 6-10 og var gert út af Tuukkaq Trawl A.S. í Nuuk á Grænlandi í samvinnu við Royal Greenland A.S. Held að togarinn hafi upphaflega heitið Hopen, þar til hann var seldur til Grænlands árið 2013, eins og áður segir.
 

Þerney RE 3 í Reykjavíkurhöfn.
 
Þerney RE 3 í Reykjavíkurhöfn.
 
Tuugaalik GR 6-10 í Reykjavíkurhöfn.                            (C) Þórhallur S Gjöveraa.

                     
                     Þerney RE 3


Brim hf. hefur keypt frystitogarann Tuugaalik frá Grænlandi, af Tuukkaq Trawl AS sem er hlutdeildarfélag Royal Greenland AS. Kaupverð er 148 mDKK. Tuukkaq var smíðaður árið 2001 í Noregi og er 66,4 metra langur og 14,6 metra breiður. Áætlað er að skipið fari til veiða í september undir nafninu Þerney RE-3. Í framhaldinu verður frystitogarinn Örfirisey RE-4 seldur.

Heimasíða Brims hf. 28 júlí 2023.

Flettingar í dag: 11773
Gestir í dag: 122
Flettingar í gær: 1066
Gestir í gær: 90
Samtals flettingar: 1272915
Samtals gestir: 86455
Tölur uppfærðar: 17.5.2025 16:10:29