05.10.2023 14:12
354. Bliki SU 108.
Vélbáturinn Bliki SU 108 var smíðaður í Neskaupstað af Björgvin Gíslasyni skipasmið á Tindum árið 1957. Eik og fura. 5 brl. 2 nt. 50 ha. Volvo Penta vél. 8,42 x 3,05 x1,0 m. Eigendur voru Guðjón Gíslason skipstjóri og Jón Stefánsson á Eskifirði. Frá 1 apríl 1974 voru eigendur bátsins Hákon Björnsson í Neskaupstað og Leifur M Jónsson í Skálateigi í Norðfjarðarsveit, fékk þá nafnið Hringur NK 5. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 30 apríl 1975.Báturinn mun hafa verið brenndur á áramótabrennu í Neskaupstað 31 desember árið 1975.
![]() |
Bliki SU 108 á Norðfirði. Heitir þarna trúlega Hringur NK 5. (C) Vilberg Guðnason. |
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1882
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1192284
Samtals gestir: 83672
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:39:31