23.03.2024 15:03

1087. Farsæll SI 93.

Vélbáturinn Farsæll SI 93 var smíðaður af Konráð Konráðssyni skipasmið á Siglufirði árið 1969 fyrir bræðurna Pétur og Ólaf Guðmundssyni á Siglufirði. Eik og fura. 8,23 brl. 2 nettó. 72 ha. Lister vél. 10,30 x 3,28 x 1,22 m. Skipaskrárnúmer 1087. Ný vél (1986) 93 ha. Lister vél, 68 Kw. Farsæll var tekinn af skipaskrá 19 desember árið 1994. Báturinn er á Síldarminjasafni Íslands á Siglufirði. Þessa klausu hér neðar um Farsæl fann ég á minjaskrá hjá Síldarminjasafni Íslands á Siglufirði. Veit ekki hversu langt síðan þetta var skrifað né heldur, í hvernig ástandi Farsæll er í dag.

Til þess að koma honum í geymslu var sagað af honum stýrishúsið en að öðru leyti er hann lítið breyttur. Varðveislustaður: Mjölhúsið. Ástand bátsins er slæmt.

Þar er einnig sagt að Sigurður Konráðsson, væntanlega sonur Konráðs skipasmiðs, hafi komið að smíðinni á Farsæl. Það gæti alveg verið, en er engan veginn víst að svo hafi verið.

Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði.

Farsæll SI 93 við bryggju á Siglufirði. Trillan neðst t.h. heitir Óðinn. Ljósmynd í minni eigu.
 
Farsæll SI 93. Safngripur Síldarminjasafns Ísland á Siglufirði. (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson 2011.
Flettingar í dag: 170
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 2133
Gestir í gær: 252
Samtals flettingar: 1051353
Samtals gestir: 75973
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:32