Færslur: 2015 Desember
15.12.2015 22:47
Njarðvíkurhöfn 13 október 2013.
14.12.2015 21:38
Líkön af Nýsköpunartogurunum. Vlll.
13.12.2015 16:50
Reykjavíkurhöfn 26 desember 2013.
12.12.2015 17:14
Varðskipið Ægir. TFEA.
11.12.2015 20:00
Strandferðaskipið Sterling á strandstað við Brimnes í Seyðisfirði í maí 1922.
10.12.2015 10:42
Reykjavíkurhöfn stuttu eftir 1920.
09.12.2015 09:27
Líkan af Freyr RE 1. TFXO.
08.12.2015 10:50
Líkan af Sáputogara.
07.12.2015 16:42
Líkön af Nýsköpunartogurunum. Vll.
06.12.2015 10:22
Líkön af Nýsköpunartogurunum. Vl.
05.12.2015 09:11
Líkön af Nýsköpunartogurunum. V.
Þegar loftskeytamaðurinn sendi út neyðarkallið, var
loftskeytamaðurinn á Siglufjarðartogaranum Hafliða SI 2 á varðbergi í klefa
sínum. Heyrði hann eitt kall frá skipinu og hann sá líka neyðarflugeldana.
Skipstjórinn á togaranum, Alfreð Jónsson, sem eins og þeir á Fylki var að
veiðum, lét strax taka vörpuna inn og hélt Fylkismönnum til hjálpar. Á leiðinni
sáu þeir frá Hafliða, hvar skotið var upp blysum frá björgunarbátnum og
auðveldaði og hraðaði það björgun þeirra, því Hafliði gat siglt með fullri ferð
alla leið og þurfti ekki að tefja við að leita bátsins í myrkrinu. Skipverjar
af Fylki höfðu verið um hálfa klukkustund í bátnum er Hafliði kom á vettvang.
Einn skipverjanna, Ólafur Halldórsson frá Hafnarfirði, hafði farið úr axlarlið,
en Gunnar Eiríksson frá Vestmannaeyjum hafði fallið í sjóinn og sopið nokkuð af
sjó. Þessir menn voru fluttir í
sjúkrahúsið hér er togarinn Hafliði kom hingað inn til ísafjarðar klukkan 1,30
í dag með áhöfn Fylkis. Hér höfðu þeir nokkurra klst. viðdvöl og var þá boðið
til kaffidrykkju í Uppsölum af Útgerðarfélaginu ísfirðingi h.f. Í kvöld héldu þeir áleiðis til Reykjavíkur
með skipi og eru væntanlegir þangað árdegis í dag. Þeir sem fluttir voru í
sjúkrahúsið koma þó ekki með hópnum. Togarinn Fylkir var 677 tonna skip.
Aðalsteinn heitinn Pálsson keypti það til landsins fyrir samnefnt hlutafélag og
var hann sjálfur með togarann fyrstu árin, en síðan tók Auðunn Auðunsson við,
en hann er einn hinna miklu sægarpa, sona Auðuns Sæmundssonar, sem sjálfur var
bræðslumaður á Fylki og lenti í þessum mannraunum með syni sínum og
skipsfélögum. Tvisvar hefur Fylkir bjargað nauðstöddum skipum; var það togarinn
Gylfi frá Patreksfirði í annað skiptið, er eldur kom upp í skipinu, en þá dró
Fylkir togarann hingað inn til Reykjavíkur brennandi. í hitt skiptið var það
erlent vöruflutningaskip sem var í nauðum statt í stórviðri úti fyrir
suðurströnd landsins. Togarinn Fylkir er þriðji nýsköpunartogarinn, sem ferst. Hann var löngum eitt af aflasælustu skipum flotans.
Framskipið og bakkinn. (C) mynd: Þórhallur S Gjöveraa.
Skipshöfnin á Fylki sem komst af Samkvæmt upplýsingum frá Þorsteini Einarssyni,
forstöðumanni skrifstofu lögskráningar skipshafna, voru þessir menn á Fylki í
þessari síðustu veiðiferð skipsins: Auðunn Auðunsson, skipstjóri, Gunnar
Hjálmarsson, 1. stýrim., Lundi við Nýbýlaveg. Valdimar Einarsson, 2. stýrim.,
Nesvegi 66. Viggó Gíslason, 1. vélstjóri, Mávahlíð 24. Guðmundur í. Bjarnason,
2. vélstjóri, Kvisthaga 21. Þórður Hannesson, 3. vélstjóri, Hverfisgötu 96.
Jörundur Sveinsson, loftskeytam., Litla-Landi, Mosfellssveit. Þorbjörn Þorbjörnsson,
bátsm., Birkimel 6A. Emil Pálsson, 1. matsveinn, Vestmannaeyjum. Karl
Jóhannsson, 2. matsveinn, Akurgerði 8. Einar Steingrímsson, kyndari, Reykjahlíð
10. Auðunn Sæmundsson, bræðslumaður, Miklubraut 62. Magnús G. Jóhannsson,
netam., Akranesi. Rafn Kristjánsson, netamaður, Lækjargötu 12. Steingrímur
Elíasson, netamaður. Stað, Seltjarnarnesi. Jóhannes H. Jónsson, Höfðaborg 39.
Magnús Jónasson, háseti, Skipasundi 13. Ólafur Halldórsson, háseti, Eskihlíð
12B. Guðmundur Guðlaugsson, háseti, Tálknafirði. Hafsteinn Gunnarsson, háseti,
Höfðaborg 41. Árni Konráðsson, háseti, Bergþórugötu 41. Þór G. Jónsson, háseti,
Víðimel 49. Ari Jóhannesson, háseti, Vesturgötu 55. Kristmundur Þorsteinsson,
háseti, Flókagötu 18. Gunnar Eiríksson, háseti, Vestmannaeyjum. Guðjón Sigmundsson,
háseti, skála við Faxaskjól. Ragnar Zophóníasson, háseti, Mávahlíð 9. Ásgeir
Þorsteinsson, háseti, Borgarholtsbraut 30A, Kópav. Friðþjófur Strandberg,
háseti, Rvík. Heimilisfang ókunnugt. Indriði Indriðason, háseti, Hverfisgötu
98A. Njáll Guðmundsson, háseti, Skipasundi 3. Benedikt Kristinsson, háseti,
Hjallavegi 10.
Heimildir; morgunblaðið 15 nóv 1956.
Íslensk skip.
04.12.2015 10:33
Líkön af Nýsköpunartogurunum. lV.
Á sunnudaginn,19
október lagðist hinn nýi togari Bæjarútgerðar Siglufjarðar, Elliði SI 1 í
fyrsta sinn að bryggju á Siglufirði. Þetta er fyrsti togarinn, sem
Siglfirðingar eignast og fyrsti togarinn, sem héðan verður gerður út. Það er
því fyllilega réttmætt að segja, að koma þessa glæsilega skips marki tímamót í
sögu bæjarins. Nýr þáttur er að hefjast í athafnalifi hans, togaraútgerð.
Mikliar vonir eru tengdar við þennan atburð. Siglufjörður er mikill starfs og
athafnabær. - Hvergi á íslandi mun vera aflað jafnmikilla verðmæta fyrir
þjóðarbúið og hér á Siglufirði, að tiltölu við fólksfjölda. Og tæpast mun sá
bær finnast hér á landi, þar sem jafnmikill fjöldi íbúanna vinnur við
arðskapandi framleiðslustörf yfir sumartímann og hér. En samt sem áður stendur
ennþá ófyllt skarð í athafnalifi bæjarins. Atvinnuleysið herjar enn á íbúana á
hverjum vetri. Vinnan við síldveiðarnar er aðeins árstíðarvinna. Framleiðslan
þarf að verða fjölbreyttari. Siglfirðingar þurfa að einbeita sér að því að
fylla þetta skarð á sem skemmstum tíma.Að því ættu allir bæjarbúar að geta
stuðlað af fremsta megni, án flokkadrátta. Hér þarf að rísa upp fiskútgerð og
verksmiðjuiðnaður í sambandi við sjávarútveginn, sem starfræktur yrði allt árið
og ekki sízt á veturna. Nýi togarinn á að geta fyllt þetta skarð að nokkru, þó
miklu þurfi þar við að bæta. Auk þeirra siglfirzku sjómanna, sem vinna á
skipinu, mun verða nokkur vinna í Iandi í sambandi við útgerð hans. Koma
togarans Elliða er vissulega merkilegur og gleðilegur viðburður í sögu bæjarins,
og munu árnaðaróskir allra bæjarbúa fylgja honum og skipshöfn hans, er hann
leggur upp í sína fyrstu veiðiför, og ævinlega. Bræðslutæki Elliða eru smíðuð
af vélsmiðjunni Héðni í Reykjavik. Voru þau tekin um borð um daginn, er
togarinn fór til Hafnarfjarðar. Er nú unnið af kappi að því, að setja tækin
niður og mun það sennilega taka 1-2 vikur.
Heimild: Mjölnir,10 árg.22 okt.1947.
Togarinn Elliði SI 1 við bryggju á Siglufirði. Ljósm: Hinrik Andrésson.
Ég vil þakka Guðmundi Gauta Sveinssyni fyrir þessar myndir af líkaninu af Elliða.
Einnig vil ég þakka Sæmundi Þórðarsyni og Hauki Sigtryggi Valdimarssyni fyrir þeirra innlegg sem birt verða hér á síðunni á næstunni. Bestu kveðjur.
03.12.2015 10:54
Líkön af Nýsköpunartogurunum. lll.
02.12.2015 08:45
Líkön af Nýsköpunartogurunum. ll.
01.12.2015 21:12
Líkön af Nýsköpunartogurunum.
- 1
- 2