Færslur: 2016 Janúar
17.01.2016 09:51
Gufuvélin úr Línuveiðaranum Sigríði RE 22.
16.01.2016 08:52
1578. Ottó N Þorláksson RE 203. TFAI.
Nýr skuttogari, m/s Otto N Þorláksson RE- 203, bættist
við fiskiskipastól landsmanna 6. júní s.l. Skipið er smíðað hjá Stálvík h/f í
Garðabo og er smíðanúmer 28 hjá stöðinni. Þetta er fimmti skuttogarinn sem
Stálvík h/f smíðar, en áður hefur stöðin afhent Stálvík SI (fyrsti skuttogarinn
smíðaður innanlands), Runólf SH, Elínu Þorbjarnardóttur IS og Arinbjörn RE.
Skipið, sem er hannað hjá Stálvík h/f, er stærsti skuttogari sem smíðaður hefur
verið hér á landi og er jafnframt stærsti skuttogarinn af minni gerð (undir 500
brl.J, sem smíðaður hefur verið fyrir íslendinga. Af nýjungum um borð má nefna
átaksjöfnunarbúnað fyrir rafknúnar togvindur (spiittvindur) en hliðstæður
búnaður er hins vegar í skuttogurum hérlendis, sem búnir eru vökvaknúnum
togvindum. Í Kolbeinsey ÞH, sem afhent var f maí s.l. (sjá 6. tbl. '81) og
einnig er búin rafknúnum togvindum er hliðstæður búnaður frá öðrum
framleiðanda. Einnig má nefna að staðsetning togvindna er frábrugðin því sem
tíðkast, þegar um splittvindur er að ræða, þar sem þær eru einni hæð ofar, þ.e.
ásíðuhúsum aftantil á togþilfari, en ekki á sjálfu togþilfarinu. Otto N
Þorláksson RE er í eigu Bæjarútgerðar Reykjavíkur og er þetta sjötti
skuttogarinn í eigu B. Ú.R., en fyrir eru: þrír spænskir skuttogarar af stærri
gerð, þ.e. Bjarni Benediktsson, Ingólfur Arnarson og Snorri Sturluson; Hjörleifur
(áður Freyja RE), skuttogari af minni gerð sem keyptur var þriggja ára til
landsins; og Jón Baldvinsson, skuttogari af minni gerð, sem smíðaður var í
Portúgal á s.l. ári. Skipstjóri á Otto N Þorlákssyni RE er Magnús Ingólfsson og
1. vélstjóri Þórður Guðlaugsson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Marteinn
Jónasson.
15.01.2016 22:34
Reykjavíkurhöfn í gær.
14.01.2016 22:01
Bátalíkön.
13.01.2016 23:24
Cape Race. Rannsóknarskip.
12.01.2016 20:44
1137. Barði NK 120. TFTS.
1137. Barði NK 120. TFTS. Smíðaður hjá Ateliers et
Chantters de la Manghe í Frakklandi árið 1967. 328 brl. 1200 ha. Deutz díesel
vél. Hét áður Mausson LR 5207 frá La Rochelle í Frakklandi. Fyrsti skuttogarinn
í eigu Síldarvinnslunnar h/f í Neskaupstað, kom fyrst til heimahafnar, 14
desember 1970. Togarinn hóf veiðar 11 febrúar árið 1971 og þar með var hin
eiginlega skuttogaraöld Íslendinga hafin. Barði var seldur til Frakklands, 24
október 1979. Hét svo þar Boullonais BL 463291.
Barði NK 120 í Norðfjarðarhöfn. (C) Mynd: Guðmundur Sveinsson.
Mousson LR 5207 frá La Rochelle. (C) Mynd: Óskar Franz Óskarsson.
Boullonais BL 463291 ex 1137. Barði NK 120. (C) Mynd: Óskar Franz Óskarsson.
11.01.2016 17:35
187. Keilir GK 3. TFLK.
Í fyrrakvöld kom
hingað til bæjarins hinn nýi togari, sem Axel Kristjánsson hefur keypt frá
Þýzkalandi. Heitir hann Keilir, og hefur einkennisstafina GK 3. Togarinn, sem
er 640 brúttólestir, og byggður árið 1950, er keyptur hingað frá Bremerhaven,
en þar fóru fram á honum margvíslegar lagfæringar og endurbætur. Sagði
Þorsteinn Auðunsson, sem sigldi Keili heim, og verður með hann fyrst um sinn,
að togarmenn í Bremerhaven hefðu kallað Keili 1957 "model", svo miklar og
gagngerðar endurbætur hefðu fram farið á honum, áður en hann var afhentur hinum
nýju eigendum. Kvað hann bezta veður hafa verið á heimleiðinni, en þrátt fyrir
það, gæti hann fullyrt, að togarinn væri hið bezta sjóskip. Keilir er að stærð
eins og minni togararnir hér, en lestarrými er allmiklu meira, og mun hann taka
eins mikið fiskmagn og stærri togarar, svo sem Júní. Hann er olíukyntur og er
með skiptiskrúfu, sá eini íslenzkra togara. Þá hefir hann rafmagnsdrifið stýri
og að sjálfsögðu öll helztu siglingatæki, svo sem gyro-áttavita. Keilir gengur
að meðaltali 10,5 sjóm. í honum eru vistarverur með ágætum, rúmgóðar og
bjartar.
morgunblaðið, 20 nóvember 1959.
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Togarinn Keilir, sem
Tryggvi Ófeigsson keypti fyrir nokkrum mánuðum, hefur nú fengið nýtt nafn, og
heitir Sirius RE 16. Hann lá í gær við Ingólfsgarð í Reykjavíkurhöfn, nýkominn
úr fjögurra mánaða viðgerð á vél og katli, sem gerð var í Hafnarfirði. Tryggvi
Ófeigsson tjáði blaðinu í gær að Sirius mundi fara í síldarflutninga, þegar
hann fær leyfi til að landa í Þýzkalandi. í fyrradag fór Pétur Halldórsson af
stað til Þýzkalands með síld og í gær átti Gylfi að fara með síld þangað.
morgunblaðið á útmánuðum árið 1962.
10.01.2016 09:47
1376. Ver AK 200. TFRD.
21. júní s.l. kom skuttogarinn Ver AK 200 til heimahafnar
í fyrsta sinn. Þetta er 2. skuttogarinn, sem Akurnesingar eignast, en fyrsti
skuttogarinn, sem þangað kom, var Krossvík AK 300. Ver AK er eign Krossvíkur
h.f., en það fyrirtæki á einnig skuttogarann Krossvík AK. Skuttogarinn Ver AK er
smíðaður í Póllandi hjá Gdynia Shipyard og er 4. í röðinni af þeim 5
skuttogurum, sem samið var um smíði á í Póllandi á sínum tíma. Fyrsti
skuttogarinn í þessari raðsmíði var Engey RE 1, sem lýst er í 10. tbl. Ægis
1974. Ver AK er að öllu leyti eins og Engey RE, nema hvað hluti af lest
skipsins er útbúinn fyrir fiskikassa og í skipinu er ísvél og ísdreifikerfi,
sem ekki er í þremur fyrstu. Auk þess er tækjabúnaður í stýrishúsi talsvert
frábrugðinn þeim tækjabúnaði, sem er í Engey RE. ísvél er frá Finsam, gerð
FIP-10IM 22S, afköst 10 tonn á sólarhring. ísvélin er staðsett bakborðsmegin á
vinnu- þilfari, aftan við matvælageymslur. ísgeymsla er bakborðsmegin í lest
skipsins. í lest er blásturkerfi til dreyfingar á ísnum. Helztu tæki í
stýrishúsi eru: Ratsjá: Kelvin Hughes, gerð 19/12 CS 64 sml. Ratsjá: Kelvin
Hughes, gerð 18/12 X, 64 sml. Miðunarstöð: Taiyo TD-A 120. Loran: Mieco 6811.
Loran: Simrad LC, sjálfvirkur Loran C. Gyroáttaviti: Anschiitz. Sjálfstýring: Anschútz.
Vegmælir: Jungner Sallog, Sal-24. Dýptarmælir: Simrad EK 38. Dýptarmælir: Sim
Asdik: Simrad SK3. Netsjá: Simrad FB 2 (kapaltæki) með EX sjálfrita og FI
"Trálvakt". Örbylgjustöð: Elektromekano SM 63. Veðurkortamóttakari: Taiyo
TF-786. í klefa loftskeytamanns eru öll þau fjarskiptatæki, sem krafist er í
skipum yfir 500 brl. Tækin eru frá Elektromekano. Talstöð (fyrir langbylgju og
miðbylgju) er hins vegar frá Kelvin Hughes, gerð Pentland Alpha 400 W, S.S.B.
Skipstjóri á Ver AK er Teitur Magnússon og 1. vélstjóri Aðalsteinn Örnólfsson.
Framkvæmdastjóri útgerðarinnar er Kristján Kristjánsson.
Úr tímaritinu Ægi, 67 árgangur 1974, 13 tölublað.
Ver í þjónustu Landhelgisgæzlunnar - gæti jafnvel farið
til gæzlustarfa um næstu helgi, segir Baldur Möller. Akveðið hefur verið að
Landhelgisgæzlan fái pólska togarann Ver AK 200 til gæzlustarfa og að sögn
Baldurs Möller ráðuneytisstjóra i dómsmálaráðuneytinu, gæti jafnvel komið til
greina að skipið færi til gæzlustarfa öðru hvoru megin við helgina. Ekki hefur
verið gengið endanlega frá samningum við forráðamenn Krossanes h.f., Akranesi,
sem eru eigendur togarans, en Baldur sagði að þeir hefðu gert bæjarráði Akranes
grein fyrir leigunni í gær og að reiknað væri með að ganga endanlega frá
samningum i dag. Það ber ekkert i milli sem gæti stöðvað samningana, sagði
Baldur, að visu liggja lokatölur um verð á leigunni og leigutiminn, ekki fyrir,
en sennilega verður endanlega gengið frá þvi í dag. Sagði Baldur, að ekki
þyrfti að gera neinar breytingar á Ver AK, hann væri tilbúinn til að fara út
hvenær sem væri og gæti það jafnvel orðið öðru hvoru megin við helgina. Ekki
gat Baldur Möller svarað þvi hvort til greina kæmi að hinn togarinn, sem i
athugun var ásamt VER AK að kæmi til greina sem varðskip, myndi verða leigður Hafrannsóknastofnuninni,
en sagði að samningar um leigu á togara fyrir stofnunina væri trúlega á næstu
grösum. Hinn togarinn var Engey RE 1, en eigendur hans eru Isfell hf. i
Reykjavik. Að öllum likindum verður hann tekinn i þjónustu
Hafrannsóknastofnunarinnar. Báðir þessir togarar eru pólskir, smiðaðir 1974.
Úr Tímanum frá 31 mars 1976.
sem gerð hefur verið á íslenskt varðskip fyrr og siðar, 25 sjómílur suð-suð-austur
af Ingólfshöfða. Þarna var um hreina morðárás að ræða, þar sem herskipið
sigldi á fullri ferð og beitti stefninu miðskips á varðskipið Ver.
Enda fór það svo að varðskipið stórskemmdist/ m.a. eyðilagðist íbúð þriðja
Stýrimanns algerlega. Eftir morðárásina kallaði NATO-sjóliðsforinginn á
Leander til varðskipsins og spurði ,Féll nokkur?"
09.01.2016 23:46
2265. Arnar HU 1. TFAM.
08.01.2016 19:30
1308. Júní GK 345. TFKT.
Skipið hét upphaflega Júní GK 345 og er smíðað árið 1973
hjá skipasmíðastöðinni Astilleros Luzuriga í Pasajes á Spáni, smíðanúmer 112
hjá stöðinni. Skipið er í hópi sex systurskipa sem smíðuð voru hjá stöðinni
fyrir íslendinga á árunum 1972-1975. Skipin voru þessi í tímaröð: Bjarni
Benediktsson RE 210 (1270). nú Mánaberg ÓF 42, í desember 1972; Júní GK 345
(1308), nú Venus HF 519, í maí 1993; Snorri Sturluson RE 219 (1328), í
september 1973; Ingólfur Arnarson RE 201 (1345), nú Freri RE 73, í desember
1973; Kaldbakur EA 301 (1395) í október 1974; og Harðbakur EA 303 (1412) í
febrúar 1975. Skipið var upphaflega í eigu Utgerðarfélagsins Júní STÁ.,
Hafnarfirði, en gert út af Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. í júlí 1985 eignast
Hvalur h.f. skipið og lætur breyta því í frystiskip. Þeirri breytingu lýkur í
nóvember 1986 og fær skipið þá nafnið Venus HF 519. Breytingar sem áður hafa
verið gerðar á skipinu eru þessar helstar; Árið 1980 er skipt um aðalvélarbúnað
og sett ein 3200 ha Mak aðalvél í stað tveggja 1410 hestafla Man með Brevo gír fyrir
tvær vélar; settur í skipið skrúfuhringur árið 1984; og árið 1986 er settur í
skipið vinnslubúnaður, ný brú og íbúðum breytt, svo og nýr vindubúnaður o.fl.
07.01.2016 17:44
2812. Heimaey VE 1. TFOT.
06.01.2016 20:51
1277. Ljósafell SU 70. TFHV.
Togarinn Ljósafell SU 70 er kominn heim frá Póllandi eftir gagngerar breytingar og er skipið nánast sem nýtt. Ljósafellið er síðasti, japanski togarinn sem Pólverjar breyta samkvæmt sérstökum samningi. Togarinn er hinn glæsilegasti eftir breytinguna. Var lengdur um 6,6 metra, ný aðalvél og ljósavél sett í skipið og auk þess nýtt dekk og millidekk. Einnig ný brú. íbúðir skipverja endurnýjaður auk annarra endurbóta. Þessar breytingar kosta hátt í 170 milljónir króna.
31 maí árið 2013 kom þessi frétt á heimasíðu Loðnuvinnslunar h/f á Fáskrúðsfirði, en hún hljóðar svo.;
Í dag eru liðin 40 ár frá því að Ljósafell SU 70 lagðist
fyrst að bryggju á Fáskrúðsfirði. Skipið var smíðað í Narazaki Shipbuilding LTD
í Muraran í Japan og bar smíðanúmerið 809. Ljósafell var 9. skuttogarinn í
röðinni sem smíðaður var fyrir Íslendinga á þessum tíma. Heimsiglingin tók 6
vikur og var farið í gegnum Panamaskurðinn. Ljósafell hefur alla tíð verið
mikið happaskip og er það búið að fiska 144.000 tonn á þessum 40 árum.
Skipstjórar hafa verið þrír: Guðmundur Ísleifur Gíslason 1973-1980, Albert Stefánsson
1981-1994 og Ólafur H. Gunnarsson frá 1995. Afmælis Ljósafells verður minnst í
Félagsheimilinu Skrúði að lokinni messu á sjómannadaginn 2. júní.
05.01.2016 15:43
974. Gullver NS 12. TFLN.
Austur-þýskur öldungur Bergur Vigfús GK er í rauninni
fljótandi minnisvarði um síldarárin. Hann var smíðaður þegar síldveiði var
mikil og bjartsýni ríkti um áframhaldandi miklar veiðar. Þjóðina vantaði stærri
síldarbáta og gerði hiklaust stóra samninga um smíðar erlendis. Nýsmíði nr. 113
frá Veb Elbewerft í Boizenburg í Austur-Þýskalandi var afhent í mars 1965 til
Gullbergs hf. á Seyðisfirði og hlaut nafnið Gullver NS 12. Gullver var gerður
út frá Seyðisfirði til 1973 en frá 1971 undir nafninu Gullberg NS 11. 1973 var
Gullbergið selt til Hornafjarðar þar sem Haukur Runólfsson hf. gerði það út
undir nafninu Skógey SF 53 og þaðan var það síðan selt til Njáls hf. í Garði í
desember 1993 og hlaut þá nafnið Bergur Vigfús GK 53. Njáll hf. gerir auk þess
út bátana Sigurfara, Unu í Garði, Eldeyjar-Súlu, Benna Sæm og Baldur. Á árunum
1964 til 65 voru smíðuð 17 skip eftir þessari sömu teikningu, 10 í Boizenburg,
4 í Florö í Noregi og 3 í Zaandan í Hollandi. Árin 1966 til 1967 komu 10 skip
til viðbótar 80 cm lengri en að öðru leyti eins og voru 8 byggð í Boizenburg en
2 í Hommelvik í Noregi. Árið 1988 var byggt yfir Skógeyna og 1986 var skipt um
aðalvél og sett samkonar vél og áður, 660 hestafla Mirrlees Blackstone. Mesta
lengd er 34,25 metrar og breiddin er 7.20. Báturinn er skráður 207
brúttórúmlestir en 302 brúttótonn. Grétar Mar Jónsson skipstjóri á Bergi segir
að öldungurinn sé traust og gott skip við ágæta heilsu þó aldurinn sé auðvitað
farinn að segja til sín.
04.01.2016 20:38
Gerpir NK 106 við komuna til Neskaupstaðar 16 janúar 1957.
Togarinn Gerpir NK 106 við komuna til
Neskaupstaðar í fyrsta sinn. Norðfirðingar fögnuðu ákaft komu Gerpis með
veglegum hátíðarhöldum. Skólar gáfu frí, verslanir voru lokaðar og vinna féll
niður í bænum. Gerpir kom til Neskaupstaðar á hádegi, miðvikudaginn 16 jan
1957. Hann sigldi fánum skreyttur inn á höfnina, sigldi þar í einn hring og
heilsaði. Þar mætti hann togaranum Ingólfi Arnarsyni RE 201, fyrsta
Nýsköpunartogaranum sem komið hafði til landsins rétt tæpum tíu árum áður og
skiptust þeir á kveðjum. Mikill mannfjöldi hafði þá þegar safnast á innri
bæjarbryggjuna til þess að fagna hinu nýja skipi. Yfir hana hafði verið
strengdur borði með áletruninni; Velkominn Gerpir."Fánar voru við hún um
allan bæ, skólabörn gengu skrúðgöngu með fána frá barnaskólanum niður á bryggju
og var það mjög hátíðleg og fögur sjón. Lúðrasveit Neskaupstaðar lék nokkur
valinkunn lög og Söngkór Neskaupstaðar söng. Ræður fluttu margir við þetta
tækifæri, m.a. Bjarni Þórðarson bæjarstjóri og ávarpaði skipshöfnina og bauð
hana og skipið velkomið og árnaði þeim allra heilla, og sagði í lok ræðu
sinnar, megi gæfan fylgja togaranum Gerpi, skipstjóra hans og áhöfn allri. Mannfjöldinn
tók undir árnaðaróskir Bjarna bæjarstjóra með kröftugu, ferföldu húrrahrópi. Magnús
Gíslason var fyrsti skipstjóri á Gerpi, Birgir Sigurðsson 1 stýrimaður og
Guðmundur Jónsson 2 stýrimaður. 1 vélstjóri var Hjörtur Kristjánsson, Magnús
Hermannsson 2 vélstjóri, Herbert Benjamínsson bátsmaður og Ragnar Sigurðsson
var loftskeytamaður. Gerpir var smíðaður hjá A/G Weser-Werk í Bremerhaven í
V-Þýskalandi 1956. 804 brl. með 1470 ha. MAN díesel vél.
Togarinn Gerpir NK 106. Ljósm: Sigurjón Kristjánsson frá Neskaupstað.