Færslur: 2016 Janúar
02.01.2016 10:39
183. Sigurður ÍS 33. TFMR.
B.v. Sigurður er glosilegt skip Núna fyrir helgina
bættist nýr togari í skipastól landsmanna. Er það "Sigurður", sem er eign
Isfells hf. - Hann er smíðaður í skipasmíðastöðinni A.G. "Weser" Werk
Seebeck, Bremerhaven. Um smíðina var samið í ágústmánuði árið 1959. Hófst
smíðin 17. febr. á þessu ári og lauk 20. þ. m. Á sunnudaginn var fjölda gesta boðið að skoða
togarann, og voru menn á einu máli um að hann væri hinn fullkomnasti í alla
staði. Bv. Sigurður er fimmti togarinn,
sem skipasmíðastöð þessi smíðar fyrir lslendinga síðan 1956. Hinir eru Jupiter
(áður Gerpir), Þormóður goði, Maí og Freyr. Togarinn, sem er hinn glæsilegasti
í alla staði, er 987 brúttó lestir, 210 fet á lengd. Lestin er 760 rúmmetrar,
öll klædd aluminium og með kæliútbúnaði. Hún rúmar 500 lestir af ísfiski. Engin
lifrarbræðslutæki eru í skipinu, en hins vegar geymir fyrir 40 lestir af lifur.
Enn fremur er geymir fyrir 50 lestir af slori. Aðalvélin er Werkspoor-díselvél 2300 hestöfl
við 280 snúninga. Vélin er með skiptiskrúfu. Hjá!parvélar eru tvær. Í Sigurði eru að sjálfsögðu öll fullkomnustu
siglingatæki og fiskileitartæki, svo sem tvær ratsjár af Kelvin Huges-gerð, og
draga þær 50 sjóm. Fiskileitartæki er af Atlas-gerð. Sími og kallkerfi er um
allt skipið, einnig hátalarar í hverju herbergi. Íbúðir eru allar mjög vandaðar, mest fjögurra
manna herbergi. Þá er einnig sjúkraherbergi miðskips. Björgunarbátur er fyrir
48 menn, og stendur hann í vinduuglu. Getur einn maður hæglega komið honum
fyrir borð. Sex gúmmíbjörgunarbátar eru fyrir 72 menn. Þá er frammastrið með rörastögum
en ekki venjulegum vöntum. Yfirbyggingin er þrjár hæðir. Stefnið er
framhallandi og perulagað. í fáum orðum sagt er bv. Sigurður, sem hefur
einkennisstafina ÍS-33, hinn vandaðasti og mjög fulJkominn. Hann fór í reynsluferð
16,58 sjómílur. Skipstjóri er Pétur
Jóhannsson, 1. stýrimaður Jón Óli Gíslason og Sumarliði Mosdal 1. vélstjóri.