Færslur: 2016 Nóvember
15.11.2016 11:45
97. Baldur EA 770. TFNH.
Vs. Hildur
sökk - mannbjörg
Morgunblaðið. 22 mars 1968.
14.11.2016 11:16
B. v. Júlí GK 21. TFVD.
Eitt mesta
sjóslys á þessari öld
Öll von er
talin úti um að Júlí sé lengur ofansjávar
Síðdegis í gær tilkynnti Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, að
togarinn Júlí væri talinn af með allri áhöfn, 30 mönnum. Leit er nú hætt að
togaranum, en hún hófst að morgni 10. þessa mánaðar og í tilkynningu
Bæjarútgerðarinnar segir, að viðstöðulaust hafi síðan verið leitað með
flugvélum og skipum á meir en 70,000 fersjómílna svæði. Fjöldi flugvéla hafði
tekið þátt í leitinni að Júlí, björgunarflugvélar frá Kanada, Bandaríkjunum,
Nýfundnalandi og héðan frá íslandi, svo og bandarískar flotaflugvélar. Á sjó
leituðu veðurskip og stórir rússneskir verksmiðjutogarar. Auk hins fyrrgreinda
leitarsvæðis á Nýfundnalandsmiðum var og leitað á stóru aðliggjandi svæði
sunnar, á þeim slóðum, sem kanadísku skipin fórust, er einnig týndust í þessu
ægilega mannskaðaveðri. Leit að þeim var hætt fyrir nokkrum dögum. Allur þorri
skipsmanna á Júlí voru ungir menn, yngsti maðurinn aðeins 16 ára, en hinn elzti
48 ára. Flestir á aldrinum milli tvítugs og þrítugs. Af þeim voru 19 frá
Reykjavík og fimm frá Hafnarfirði. Í hópnum voru 12 heimilisfeður, er láta
eftir sig konur og börn. Með hvarfi togarans Júlí hafa 39 börn á aldrinum
nokkra vikna til 15 ára misst feður sína. Þá voru í hóp hinna vösku sjómanna á
Júlí nokkrir menn er ýmist voru fyrirvinna móður eða foreldra. Þetta er eitt
hið mesta sjóslys, sem orðið hefur á íslenzku skipi á þessari öld, en fleiri
fórust þó í hinu svonefnda Þormóðsslysi 1943, er 31 maður drukknaði. Í
Halaveðrinu 1925, er tveir togarar fórust, drukknuðu 68 menn, og með togaranum
Max Pemberton, er hvarf árið 1944, fórust 29 menn. Forustugrein Morgunblaðsins
í dag fjallar um hinn mikla mannskaða er hér hefur orðið. Hér fara á eftir nöfn
skipverja á togaranum Júlí:
Þórður Pétursson, skipstjóri, Grænuhlíð 8, Reykjavík, 42 ára. Hann lætur eftir
sig 3 börn: 14 ára, 11 og 6 ára. Faðir hans er á lífi. Hafliði Stefánsson, 1.
stýrimaður, Köldukinn 6, Hafnarfirði, 31 árs. Kvæntur með 2 börn, 5 ára og 3ja
ára. Móðir á lífi. Þorvaldur Benediktsson, 2. stýrimaður, Brekkugötu 14,
Hafnarfirði, 24 ára, ókvæntur. Hann var sonur Benedikts Ögmundssonar skipstjóra
á togaranum Júní frá Hafnarfirði. Stefán Hólm Jónsson 1. vélstjóri, Eskihlíð 4
C, Reykjavík, 48 ára. Lætur hann eftir sig 5 börn tvö innan fermingaraldurs.
Guðlaugur Karlsson, 2. vélstjóri, Garðavegi 10, Hafnarfirði, 20 ára. Hann var
fyrirvinna móður sinnar. Runólfur Viðar Ingólfsson, 3. vélstjóri, Langholtsvegi
137, Reykjavík, 23 ára. Hann var ókvæntur en móðir hans býr á Akranesi. Hörður
Kristinsson, loftskeytamaður, Langeyrarvegi 9, Hafnarfirði, 29 ára. Kvæntur og
lætur eftir sig þrjú börn ung. Andrés Hallgrímsson, bátsmaður, Mávahlíð 27,
Reykjavík, 35 ára, ókvæntur, en fyrirvinna móður sinnar. Kristján Ólafsson, 1.
matsveinn Efstasundi 85, Reykjavík, 24 ára. Kvæntur og lætur eftir sig þrjú
börn, 4 ára, 1 1/2 árs og 6 mánaða. Átti foreldra á lífi. Viðar Axelsson, 2.
matsveinn, Njarðargötu 29, Reykjavík, 23 ára. Kvæntur og átti 1 barn 3 ára.
Átti foreldra á lífi. Svanur Pálmar Þorvarðarson, kyndari, Laugarnesbúðum 31,
Reykjavík, 19 ára. Ókvæntur. Hann var fyrirvinna móður sinnar. Skúli
Benediktsson, kyndari, Ránargötu 6, Reykjavík, 24 ára. Kvæntur og lætur eftir
sig 6 ung börn, hið elzta 5 ára. Átti fósturforeldra og foreldra á lífi. Ragnar
Guðjón Karlsson, netamaður, Höfðaborg 21, 39 ára. Kvæntur og lætur eftir sig
þrjú börn 13, 11 og 7 ára. Átti fósturmóður á lífi. Ólafur Ólafsson, netamaður,
Nýlendugötu 7, Reykjavík. Ókvæntur. Sigmundur Finnsson, netamaður, Tripólibúðum
25, Reykjavík, 25 ára. Ókvæntur, en lætur eftir sig tvö börn. Magnús
Guðmundsson, háseti, Trípólibúðum 25, Reykjavík, 44 ára. Kvæntur. Hann var
stjúpfaðir Sigmundar og lætur eftir sig 4 stjúpbörn, uppkomin. Móðir hans er á
Súgandafirði. Benedikt Sveinsson, netamaður, Njálsgötu 77, Rvík, 27 ára. Ókvæntur.
Bjó með móður sinni. Jóhann Sigurðsson, netamaður, Laugavegi 53 B, Rvík, 44
ára. Kvæntur og lætur eftir sig fjögur börn, 15, 14, 11 og 4ra ára. Ólafur
Snorrason, háseti, Njálsgötu 87, Rvík, 34 ára. Fósturforeldra átti hann á
Patreksfirði og móður á lifi. Björn Heiðar Þorsteinsson, háseti, Ránargötu 24,
Akureyri, 31 árs. Ókvæntur og bjó hjá foreldrum sínum á Akureyri. Jón Geirsson,
háseti, Borgarnesi, 21 árs. Ókvæntur, í foreldarhúsum. Magnús Gíslason, háseti,
Lækjarkinn 2, Hafnarfirði, 31 árs. Ókvæntur og eru foreldrar hans á
Elliheimilinu Grund hér í Rvík. Magnús Sveinsson, háseti, Rauðarárstíg 40,
Rvik, 21 árs. í heimili fósturmóður sinnar. Jón Haraldsson, háseti, Hlíðarvegi
11, Kópavogi, 16 ára. Hann var einkabarn foreldra sinna. Þorkell Árnason,
háseti, Sörlaskjóli 20, Rvík, 38 ára. Lætur hann eftir sig unnustu og ungt
barn. Foreldrar eru norður á Þórshöfn. Guðmundur Elíasson, háseti, Vitateig 5,
Akranesi, 30 ára. Kvæntur og átti fjögur börn á aldrinum 10, 7, 5 og 2ja ára.
Foreldrar hans búa á Akranesi. Benedikt Þorbjörnsson, háseti, Lokastíg 28,
Rvík, 27 ára. Ókvæntur. Faðir á lífi. Aðalsteinn Júlíusson, háseti, Hítarnesi
Hnappadalssýslu, þar sem faðir hans nú býr. Hann var 27 ára og ókvæntur.
Björgvin Jóhannsson, háseti, (stud. med.), Höfðaborg 12, Rvík, 29 ára og lætur
eftir sig tvö mjög ung börn. Móðir á lífi. Sigurður Guðnason, háseti,
Kirkjubraut 28, Akranesi, 44 ára. Kvæntur en barnlaus. Foreldrar hans búa á
Suðureyri. í gærkvöldi var skipshafnarinnar á Júlí minnzt í Ríkisútvarpinu.
Flutti biskup íslands, hr. Ásmundur Guðmundsson, ávarp og bæn. Felld var niður
dagskrá útvarpsins að fréttum undanskildum, en þess í stað leikin sorgarlög og
sígild tónlist.
Morgunblaðið. 18 febrúar 1959.
ÞJÓÐ í SORG
Í rúma viku hefur íslenzka þjóðin beðið milli vonar og ótta
tíðinda af leit þeirri, sem staðið hefur yfir að togaranum Júlí frá
Hafnarfirði. Fjöldi heimila hefur hlustað eftir fréttum af örlögum eiginmanna,
feðra, bræðra og annarra ástvina. Ótti og eftirvænting hefur mótað líf fjölda
fólks þessa löngu viku. Allan þennan tíma má heita að stormur og hríðar hafa
geysað vestur á miðum Nýfundnalands, þar sem hópur íslenzkra togara var að
veiðum fyrir rúmlega viku síðan. Íslenzku togararnir hafa komið heim hver á fætur
öðrum klakastorknir og sumir jafnvel brotnir og bramlaðir eftir stórsjóa og
áföll á heimleiðinni. Sjómönnum hefur verið fagnað innilega og mikils
feginleika hefur orðið vart meðal almennings, þegar hvert einstakt skip hefur
náð heimahöfn.
Morgunblaðið. 18 febrúar 1959.
13.11.2016 10:40
M. s. Eldborg MB 3. TFBM.
Aflahæsta
síldveiðiskipið
Víkingur 10 tbl. 1944.
Eldborgin
laskaði skrúfuna í ísreki við Borgarnes í gær
Þegar flóabáturinn Eldborg var að leggja frá bryggju í
Borgarnesi í gærdag síðdegís lenti hún í ísreki og laskaði skrúfuna svo, að
ekki þótti fært að halda suður, og var henni lagt við akkeri þar efra. í henni
er mikil mjólk. Ekki mun skrúfan vera brotin, en vélin gengur svo þungt að ekki
er talið hættulaust að sigli henni suður. Þó mun skipstjórinn hafa í hyggju að
fara á mjög hægri ferð beint til Reykjavíkur í dag, ef veður hægir.
Áætlunarbílar Norðurleiðar tepptust í Hvalfirði og voru með 30 farþega. Sneru
þeir til Akraness og átti að senda fólkið með Eldborginni þaðan til
Reykjavíkur, en þar sem ekkert varð af för hennar, er fólk þetta teppt á
Akranesi. Ekki er vitað, til hvaða ráða verður gripið með ferðir yfir flóann í
dag.
Tíminn. 22 janúar 1955.
12.11.2016 08:03
L. v. Freyja RE 38. LBHF / TFOE.
Línuveiðarinn Freyja RE 38 var smíðuð í Kristiansand í Noregi árið 1901. Stál. 67 brl. 80 ha. 2 þennslu gufuvél. 24,46 x 4,90 x 2,57 m. Fyrstu eigendur voru Jón Jónsson og Sigurd Mikkelsen í Vestmannaeyjum frá 27 ágúst árið 1929, skipið hét Havörnen VE 290. Skipið var leigt til sjómælinga sumarið 1930. Skipið var selt 23 mars 1932, Samvinnufélaginu Haferninum í Hafnarfirði. Selt 24 október sama ár, Fiskveiðafélaginu Freyju í Reykjavík, hét Freyja RE 38. Ný vél (1943) 132 ha. Kelvin díesel vél. Skipið var endurmælt sama ár, mældist þá 71 brl. Skipið var talið ónýtt og tekið af skrá 1 júní árið 1948.
Gufubáturinn „Havörnen“
17. sept. kom til Reykjavíkur gufubáturinn »Havörnen«. Bát þennan hefir Jón í Hlíð í Vestmannaeyjum keypt í Noregi, og er hann smíðaður 1901 og er talinn 71 br. smál. að stærð.
Ægir. 9 tbl. 1 september 1929.
Havörnen við sjómælingar sumarið 1930
"Árin 1929 og 1930 hefur verið unnið að sjómælingum við strendur Íslands undir umsjón Friðriks V. Ólafssonar skipstjóra, og var til þess leigður gufubáturinn "Haförninn". Voru í þessu skyni reistar vörður fyrri siglingaleiðirnar og hnattstaða þeirra ákveðin. Árið 1930 var undir stjórn Kaptajnlojtnant H. Madsen byrjað á að undirbúa fyrir sjómælingar á stóru óuppmældu svæði fyrir Norður-Ströndum, sem einu máli er nefnt Strandabrekar. Var allan júlímánuð unnið að mælingum á landi og vörðubyggingum á svæðinu frá Reykjarfirði syðra og norður fyrir Smiðjuvík. Í ágústmánuði var svo mæld og afmörkuð leið inn á Kollafjörð við Steingrímsfjörð, en vegna óhagstæðrar veðráttu fyrir norðan land náðist eigi að gera meira á þessum slóðum."
"Haförninn" var lítill línuveiðari, 70,81 tonn að rúmmáli skv. mælingabréfi, svo sem tekið er fram í skipshafnarskrá, og knúinn tveggja strokka gufuvél. Ketillinn var kolakyntur með tveimur eldhólfum sem sneru að vélarrúminu, enda önnuðust vélstjórarnir kyndinguna, svo sem almennt tíðkaðist á svo litlum skipum.
Sjómælingar á Húnaflóa sumarið 1930.
Víkingur. 2 tbl. 1 júní 1996.
11.11.2016 09:07
M. b. Hafalda NK 56.
Skipverja af
m.b. Orra SH bjargað
30 janúar árið 1954 skall á suðaustan aftakaveður við landið
sunnan og vestanvert. Allir bátar, sem verið höfðu í róðri, náðu þó heilir til
hafnar, en í Ólafsvík varð það óhapp að vélbáturinn Orri SH , sem lá þar við
bryggju, slitnaði frá. Einn maður, Þórður Halldórsson að nafni, var um borð í
bátnum. M.b Orra rak upp í klappirnar vestan við brimbrjótinn í Ólafsvík og
sökk þar samstundis. Stóð framsiglutréð eitt upp úr og gat þórður bundið sig
við það.
Sökum mikils dimmviðris vissu menn í fyrstu ekki hvert bátinn hafði rekið, en
vélbáturinn Fróði SH 5 var þegar mannaður til leitar. Stjórnuðu bræðurnir
Tryggvi og Víglundur Jónssynir leitinni, en Víglundur átti Orra. Þegar þeir
fundu bátinn og sáu manninn í siglutrénu, lögðu þeir Fróða þegar að honum og tókst
að bjarga honum. Mátti ekkert út af bera til þess að ekki færi illa, þar sem
fróði tók niðri er honum var siglt að Orra. Þórður Halldórsson þótti sýna mikið
þrek í hrakningum þessum og jafnaði hann sig brátt eftir volkið.
Þrautgóðir á raunastund. V bindi.
.
10.11.2016 11:41
Palmen RE 14. LBSK.
Jón
Þórðarson skipstjóri frá Gróttu.
Það var í lok vetrarvertíðar árið 1899, að kútter Palmen
sigldi inn á heimahöfn sína, Reykjavík. Slíkur atburður hefði ekki þótt neinum
tíðindum sæta á sjálfri skútuöldinni, ef ekki hefði staðið sérstaklega á um
komu skipsins. Sjálfur skipstjórinn, Jón Þórðarson frá Gróttu, hafði andazt
skyndilega á hafi úti í blóma lífsins, aðeins fertugur að aldri, og lá nú liðið
lík í káetu sinni.
Þessar línur hér að ofan eru úr minningargrein um Jón Otta Jónsson 1893-1973,
skipstjóra sem birtist í sjómannablaðinu Víkingi í ágúst árið 1973, en Jón
skipstjóri frá Gróttu var faðir hans.
09.11.2016 10:41
Jarlinn GK 272. LCDG. / TFQE.
Línuveiðarinn
"Jarlinn" ferst.
Talið er nú fullvíst, að línuveiðarinn "Jarlinn" hafi
farizt með allri áhöfn á heimleið frá Englandi. "Jarlinn fór með ísfiskfarm frá
Ísafirði 21. ágúst áleiðis til Englands. Á leiðinni út kom hann við í
Vestmannaeyjnm og hélt af stað þaðan 23. ágúst. Þann 1. sept. seldi hann afla
sinn í Fleetwood, og hélt þaðan af stað heimleiðis miðvikudaginn 3. sepl., og
ætlaði þá beina leið til Vestmannaeyja. Síð- an hefur ekkert af skipinu spurzt
né áhöfn þess, og sennilegt er, að eigi þurfi að vænta fregna af því, með
hverjum hætti skipið hefur farizt. "Jarlinn" var keyptur hingað til
landsins árið 1925. Hann var 190 rúml. brúttó, með 250 hestafla gufuvél, og því
einn með stærstu hérlendum línuveiðurum. Eigandi skipsins var sameignarfélagið
"Jarlinn", eða Óskar Halldórsson og börn hans. Einn eigandinn, Theódór,
sonur Óskars, var með skipinu. Með "Jarlinum" fórust þessir menn: Jóhannes
Jónsson, skipstjóri, Öldugötu 4, Reykjavík. Fæddur 22 apríl 1877. Ókvæntur.
Guðmundur Mátthíasson Thordarson, stýrimaður. búsettur í Kaupmannahöfn, en var
staddur í Englandi, þegar Danmörk var hertekin. Fæddur í Reykjavík 26. janúar
1904, Kvæntur og lætur eftir sig 1 barn. Eyjólfur Björnsson, 1. vélstjóri,
óðalsbóndi í Laxnesi í Mosfellssveit. Fæddur 23. febr. 1883. Kvæntur og átti 3
börn. Jóhann Sigurjónsson, 2 vélstjóri, Siglufirði. Fæddur 12. febr. 1897.
Kvæntur. Átti 2 börn og 1 fósturbarn. Sigurður Gíslason, kyndari, Óðinsgötu 16,
Rvík. Fæddur 21. jan. 1915. Ekkjumaður. Átti 2 börn. Dúi Guðmundsson, kyndari,
Siglufirði. Fæddur 1. febrúar 1901. Ókvæntur. Átti 1 barn og aldraða foreldra.
Halldór Björnsson, matsveinn, Ingólfsstr. 21, Rvík. Fæddur 13. ágúst 1911.
Ókvæntur. Konráð Ásgeirsson, háseti, Bolungavík. Fæddur 22. júlí 1912.
Ókvæntur. Ragnar Guðmundsson, háseti, Gufá, Mýrasýslu. Fæddur 13. ágúst 1911.
Ókvæntur. Sveinbjörn Jóelsson, háseti, Skólavörðustíg 15, Reykjavík. Fæddur 23.
nóvember 1923. Ókvæntur. Theódór Óskarsson, háseti, Ingólfsstræti 21,
Reykjavik. Fæddur 22. febrúar 1918. Ókvæntur.
Tímaritið Ægir. September 1941.
08.11.2016 12:05
104. Hrafnkell NK 100. TFXR.
Hrafnkell NK 100 var smíðaður í Spillersboda í Svíþjóð árið 1946. Eik. 91 brl. 260 ha. Polar díesel vél. Eigandi var Ríkissjóður Íslands frá 9 desember 1946. Skipið var selt 19 mars árið 1949, Hrafnkeli h/f í Neskaupstað. Ný vél (1958) 450 ha. Lister díesel vél. Skipið var endurmælt 1963, mældist þá 102 brl. Selt 29 ágúst 1963, Hauki Guðmundssyni og Hafsteini Sigurjónssyni á Seyðisfirði, hét Skálaberg NS 2. Skipið var endurmælt í febrúar 1968, mældist þá 90 brl. Skipið var selt árið 1968, Eldeyju h/f í Keflavík. Selt 5 febrúar 1971, Helga Bergvinssyni, Leu Sigurðardóttur og Viktori B Helgasyni í Vestmannaeyjum, hét Stígandi VE 77. Ný vél (1976) 620 ha. Gummins vél. Selt 31 desember 1976, Hallgrími Garðarssyni í Vestmannaeyjum, hét Sæþór Árni VE 34. Talið ónýtt og tekið af skrá 12 október 1981. Skipinu var svo sökkt í Halldórsgjá, norðvestur af Stóra Erni við Vestmannaeyjar.
VETRARVERTÍÐIN 1960
Neskaupstaður
Ægir. 13 tbl. 15 júlí 1960.
07.11.2016 09:08
B. v. Norðlendingur ÓF 4. TFLE.
Bjarnarey,
nýr togari til Vestmannaeyja
Vestmannaeyingar hafa nú fengið annan nýsköpunartogara,
Bjarnarey. Kom skipið til Eyja aðfaranótt
sunnudags s.l. Klukkan 10 f. h. fór fram móttökuhátíð og hjeldu ræður við það
tækifæri Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri, Einar Sigurðsson og Páll
Þorbjörnsson. Lúðraflokkur Ijek og söngflokkur söng við það tækifæri. Um kvöldið
var svo alment hóf í samkomuhúsinu. Bjarnarey er af sömu gerð og fyrri togari
Vestmannaeyinga, Elliðaey, bygður í Aberdeen. Skipstjóri er Guðvarður Vilmundsson.
Eigandi skipsins er Bæjarútgerð Vestmannaeyja.
Morgunblaðið. 17 mars 1948.
06.11.2016 11:54
87. Hafborg MB 76. TFQM.
Þann 5. maí síðastliðinn var lokið við smíði á nýju skipi í
Skipasmíðastöð KEA á Akureyri. Skip þetta heitir Hafborg og hefur
einkennisstafina M. B. 76. Yfirumsjón með smíði þess hafði Gunnar Jónsson
skipasmiður. Hafborg er 92 rúml. brúttó og hefur 320 hestafla Lister-Dieselvél,
en auk þess hefur það 8 hestafla hjálparvél sömu tegundar. Olíugeymar rúma um
10 smálestir. Fullhlaðið ber skip þetta, auk fullra olíugeyma, 73 smál. af
fiski og 17,5 smál af ís. Eigandi Hafborgar er h/f Grímur í Borgarnesi. Skipstjóri
á henni er Kristján Pétursson, er lengi hefur verið stýrimaður á v /s Eldborg,
sem er eign sama félags.
Ægir. 1 ágúst 1944.
05.11.2016 09:32
1031. Magnús NK 72. TFEP.
Magnús NK 72
Austurland. 31 mars 1967.
Loðna fryst
í Neskaupstað
Magnús NK varð fyrst skipa til þess að koma með loðnu til
Neskaupstaðar eftir að nýja bræðslan hóf móttöku. 78 tonn af aflanum voru tekin
til frystingar. Einnig voru tekin 50 tonn úr Sveini Sveinbjörnssyni til
frystingar. Fram að þessu hefur loðnan ekki verið frystingarhæf, en nú má búast
við að skriður komist á frystinguna. 10 þús. tonn af frystri loðnu hafa verið
seld til Japan af framleiðslu þessa árs.
Austurland. 13 febrúar 1976.
04.11.2016 10:57
Hringur SI 1. LBWM. / TFKE.
03.11.2016 08:39
224. Viktoría RE 135. TFMP.
02.11.2016 10:13
Arthur & Fanny. LBWV / TFNG.
Djúpbáturinn
Arthur & Fanny
01.11.2016 11:59
B. v. Júní GK 345. TFPD.
Togarinn
Júní GK strandar við Sauðanes
Alþýðublaðið 3 desember 1948.
- 1
- 2