15.10.2015 11:23

Leifur heppni RE 146.LCHW.

Leifur heppni RE 146 var smíðaður hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1920 fyrir Firmað Geir & Th.Thorsteinsson í Reykjavík.Kom nýsmíðaður til Reykjavíkur þann 8 apríl sama ár.324 brl.600 ha.3 þjöppu gufuvél.Togarinn fórst út af Vestfjörðum í Halaveðrinu mikla,7 eða 8 febrúar 1925 með allri áhöfn,32 mönnum.
                                                                                                      Ljósm: Ólafur Jóhannesson.


Forsíða Ísafoldar,10 mars 1925 og raunar allt blaðið var lagt undir umfjöllun um Halaveðrið,daginn sem minningarathöfn um þá sem fórust í því,fór fram í Reykjavík og Hafnarfirði.











Halaveðrið er einhvert mesta óveður sem gengið hefur yfir landið í manna minnum.Auk Leifs heppna,fórst Hellyers togarinn Fieldmarshal Robertson frá Hull og mótorbáturinn Sólveig frá Reykjavík með samtals 73 sjómönnum.Ansi mikil blóðtaka það fyrir litla þjóð.
Flettingar í dag: 999
Gestir í dag: 292
Flettingar í gær: 655
Gestir í gær: 243
Samtals flettingar: 737420
Samtals gestir: 55168
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 17:55:34