12.11.2015 10:30

Earl Hereford RE 157.LCDT.

Earl Hereford RE 157 var smíði númer 110 hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1906 fyrir Earl Steam Fishing Co Ltd í Grimsby,hét Earl Hereford GY 147.273 brl.450 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur 1912,Christian M Evensen,Þórshöfn í Færeyjum,trúlega sama nafn.Seldur Fiskiveiðahlutafélaginu Eggert Ólafssyni í Reykjavík,hét Earl Hereford RE 157.Seldur til Frakklands árið 1917.Var í þjónustu Franska sjóhersins til ársins 1919,hét Guenon.Seldur F.Evan,L'Orient árið 1919,hét Pen-er vro.Seldur 1933,L.Ballias,hét Rauzan.Seldur til Þýskalands árið 1942,var í þjónustu Þýska sjóhersins til 1944,hét (No.V 421).Seldur í brotajárn og rifinn árið 1951.
Heimild:Haukur Sigtryggur Valdimarsson og þakka ég honum fyrir veittar upplýsingar.
 
                                                                                      Mynd á gömlu póstkorti,Magnús Ólafsson ?.
Flettingar í dag: 657
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 583
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 734431
Samtals gestir: 54391
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 19:01:33