15.11.2015 16:42

Kári RE 195.TFQD.

Kári RE 195 var smíði númer 556 hjá Deutsche Schiffs und Maschinenbau A.G.Weser í Bremen en skipið klárað hjá A.G.Seebeck í Wesermunde (Bremarhaven) í nóvember árið 1936 fyrir MacLane Ltd í London (Leverhulme Ltd),fær nafnið Northern Gift LO 166.620 brl.1000 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur í október 1937,Northern Trawlers Ltd í London.Frá 1 september 1939 til 30 október 1945 var togarinn í þjónustu breska sjóhersins.Árið 1946 er hann gerður út af H.Markham Cook í Grimsby en togarinn var ekki skráður þar.Seldur h/f Alliance í Reykjavík árið 1947,fær nafnið Kári RE 195.Seldur 1950,Ludwig Janssen & Co í Wesermunde í Þýskalandi,hét Grönland.Seldur W.Ritscher í Hamborg í brotajárn,7 mars árið 1957.
Kári RE 195 undir fyrra nafni,Northern Gift LO 166.                                  Ljósmyndari: John Clarkson.
Flettingar í dag: 752
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 583
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 734526
Samtals gestir: 54396
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 23:45:53