26.11.2015 09:41

1293.Börkur NK 122.TFND.

Hinn 10. febrúar 1973 kom Börkur NK í fyrsta sinn til heimahafnar í Neskaupstað. Kaup Síldarvinnslunnar á skipinu þóttu marka tímamót enda um að ræða stærsta nótaskip sem Íslendingar höfðu eignast. Stærð skipsins vakti verulegt umtal og því var það gjarnan nefnt "Stóri Börkur" manna á meðal.Börkur NK var byggður í Þrándheimi í Noregi árið 1968. Upphaflegt nafns skipsins var Devonshire Bay og var það í eigu norsks fyrirtækis þó heimahöfnin væri Hamilton á Bermudaeyjum.


Börkur NK 122 við komuna til Neskaupstaðar hinn 10 febrúar 1973.Ljósmynd: Guðmundur Sveinsson.

Norska fyrirtækið gerði skipið út til nótaveiða við strendur Afríku og var fiskimjölsverksmiðja um borð í því. Útgerðin gekk vægast sagt illa og endirinn varð sá að skipinu var lagt og hafði það legið um tíma þegar Síldarvinnslan festi kaup á því.

Börkur NK var fyrst og fremst keyptur til Neskaupstaðar með það í huga að gera hann út til veiða á loðnu og kolmunna. Þótti það kostur að hafa stórt og burðarmikið skip við þessar veiðar enda stundum þörf á því að sigla langan veg með aflann.

 

Börkur NK var rúmlega 711 tonn að stærð og fyrst eftir að Síldarvinnslan eignaðist skipið gat það flutt 800 tonn að landi í hverri veiðiferð. Það þótti mikill afli. Fljótlega var lestarrýmið aukið þannig að skipið gat borið 1.150 tonn og loks hófst nýting á tönkum fremst í Framan af gekk erfiðlega að finna hinu stóra skipi nægjanleg verkefni. Loðnuvertíðir voru oftast stuttar og kolmunnaveiðarnar gengu ekki nægilega vel. Ýmsar leiðir voru farnar til að nýta skipið: Það var við síld- og makrílveiðar í Norðursjó, loðnuveiðar í Barentshafi og veiðar á hrossamakríl við Afríku. Þá var það einnig nýtt árum saman yfir sumartímann til að sigla með ísaðan fisk til Grimsby þar sem fiskurinn var seldur á markaði.

Vegna verkefnaskorts stóð til að selja Börk NK úr landi vorið 1976 en af því varð þó ekki. Um líkt leyti og rætt var um að selja skipið hófust sumar- og haustveiðar á loðnu við landið og við það breyttust allar forsendur fyrir útgerð þess til batnaðar. og þá gátu farmarnir orðið 1.320 tonn.

Framan af gekk erfiðlega að finna hinu stóra skipi nægjanleg verkefni. Loðnuvertíðir voru oftast stuttar og kolmunnaveiðarnar gengu ekki nægilega vel. Ýmsar leiðir voru farnar til að nýta skipið: Það var við síld- og makrílveiðar í Norðursjó, loðnuveiðar í Barentshafi og veiðar á hrossamakríl við Afríku. Þá var það einnig nýtt árum saman yfir sumartímann til að sigla með ísaðan fisk til Grimsby þar sem fiskurinn var seldur á markaði.

Vegna verkefnaskorts stóð til að selja Börk NK úr landi vorið 1976 en af því varð þó ekki. Um líkt leyti og rætt var um að selja skipið hófust sumar- og haustveiðar á loðnu við landið og við það breyttust allar forsendur fyrir útgerð þess til batnaðar.

 

Börkur NK ný málaður og fínn að leggja upp í hópsiglingu á sjómannadag árið 1988.Togarinn fyrir framan Börk er 1495.Birtingur NK 119.                                                                             (C) mynd: Þórhallur S Gjöveraa.

Litlar breytingar voru gerðar á Berki NK fyrstu 25 árin sem hann var í eigu Síldarvinnslunnar ef undan eru skilin vélarskipti árið 1979 en þá var sett í skipið öflugri vél. Í janúarmánuði 1998 kom Börkur NK hins vegar frá Póllandi þar sem gerðar höfðu verið gagngerar breytingar á skipinu: Það var lengt um tæplega 15 metra, settur á það bakki, perustefni, ný brú og allar vistarverur skipverja endurnýjaðar. Eins var allur spilbúnaður endurnýjaður, skipið útbúið til flotvörðuveiða og kælikerfi sett í lestar. Burðargetan að afloknum breytingum var 1.800 tonn. Segja má að eftir þessar breytingar hafi harla lítið verið eftir af því skipi sem fyrir var annað en vélin. Árið 1999 hélt Börkur NK síðan til vélarskipta í Englandi og var þá sett í hann 7.400 hestafla vél sem gerði skipið einkar öflugt til flotvörpuveiða á loðnu, síld og kolmunna.


Börkur NK 122 í Norðfjarðarhöfn sumarið 2006.                                (C) mynd: Þórhallur S Gjöveraa.

Í febrúarmánuði 2012 festi Síldarvinnslan kaup á nýju skipi sem hlaut nafnið Börkur NK. Með tilkomu nýja skipsins fékk "Stóri Börkur" nafnið Birtingur NK 124. Birtingur NK var gerður út til loðnuveiða á vertíðinni 2012 en að henni aflokinni var skipinu lagt við bryggju á Seyðisfirði. Birtingur NK þjónar eiganda sínum ennþá vel og dyggilega.


1293.Birtingur NK 124 við Grandagarð í Reykjavíkurhöfn,28 júlí 2015. (C) mynd: Þórhallur S Gjöveraa.

 

Afli Barkar NK á þeim 40 árum sem hann hefur verið í eigu Síldarvinnslunnar nemur tæplega 1,5 milljón tonnum (nákvæmlega 1.488.299 tonn) og eru án efa ekki mörg íslensk fiskiskip sem hafa flutt slíkan afla að landi. Vissulega hefur aflinn verið misjafn á milli ára. Á árunum 1982 og 1983 aflaði Börkur NK einungis 1.370 tonn og 1.705 tonn enda loðnuveiðibann um þetta leiti og ekki unnt að sækja í aðrar tegundir. Öðru máli gegnir um árin 2002 og 2003 en þá aflaði skipið afar vel, samtals 82.317 tonn fyrra árið og 83.825 tonn hið síðara.

Eftirtaldir hafa verið skipstjórar á Berki NK (síðar Birtingi NK) eftir að hann komst í eigu Síldarvinnslunnar:

Sigurjón Valdimarsson 1973-1981

Hjörvar Valdimarsson 1974-1976

Magni Kristjánsson 1976-1989

Jón Einar Jónsson 1989

Helgi Valdimarsson 1989-1993

Sturla Þórðarson 1993-2010

Sigurbergur Hauksson 2007-2012

Hjörvar Hjálmarsson 2010-2012

Tómas Kárason 2013

(Á árunum 1974-1981 voru tveir skipstjórar ráðnir á Börk NK og skiptust þeir á að vera með skipið. Þetta fyrirkomulag hefur einnig gilt að mestu frá 2007).

Sigurjón Valdimarsson var fyrsti skipstjórinn á "Stóra Berki" og segir hann eftirfarandi um skipið:

 

Í upphafi þótti mönnum þetta afar stórt skip og höfðu margir efasemdir um að skynsamlegt væri að kaupa það. Fljótlega komust menn hinsvegar upp á gott lag með að nýta það til nótaveiða en í fyrstu gengu kolmunnaveiðarnar ekki vel. Við höfðum ekki réttu veiðarfærin til kolmunnaveiða og vélin var einnig of lítil til slíkra veiða, einungis 1.200 hestöfl. Skipinu var síðan breytt og það bætt þannig að það nýttist sífellt betur. Ekki verður annað sagt en að þetta skip hafi verið einstakt happa- og aflaskip þann tíma sem það hefur verið í eigu Síldarvinnslunnar.

                                                                                                    Heimildir, Síldarvinnslan h/f í Neskaupstað.


Flettingar í dag: 505
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 479
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 723170
Samtals gestir: 53662
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 16:14:43