04.03.2016 21:49

1868. Helga María AK 16. TFJD. Myndasyrpa.

Helga María AK 16 var smíðuð hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S í Noregi árið 1988. 882 brl. 2.992 ha. Wartsiila díesel vél, 2.200 Kw. Togarinn var smíðaður sem frystitogari fyrir Sjólaskip h/f í Hafnarfirði og hét fyrst Haraldur Kristjánsson HF 2. Helga María AK er gerð út á ísfisk í dag og er í eigu H.B. Granda h/f í Reykjavík. Ég tók þessa myndasyrpu af togaranum frá Ingólfsgarði þegar hann var að koma inn til löndunar í Reykjavík í maí árið 2014.

1868. Helga María AK 16. TFDJ.




 










Fallegt skip Helga María AK 16.                                    (C) Myndir: Þórhallur S Gjöveraa. 4 maí 2014.

Nýr skuttogari, M/S Haraldur Kristjánsson HF 2, bættist við fiskiskipaflotann 23. mars s.l, en þann dag kom skipið í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Hafnarfjarðar. Haraldur Kristjánsson HF er smíðaður hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S, Flekkefjord í Noregi, smíðanúmer 141 hjá stöðinni, en er hannaður hjá Skipatækni h. f. Í Reykjavík. Haraldur Kristjánsson er systurskip Sjóla HF, sem er í eigu sömu útgerðar og kom til landsins í september á s. I. ári (sjá ÆGI, 11. tbl. '87). Skipið er fjórtándi skuttogarinn sem stöðin afhendir íslenskum útgerðaraðilum. Haraldur Kristjánsson HF kemur í stað Karlsefnis RE 24, elsta skuttogara landsins, smíðaður árið 1966 og keyptur til landsins árið 1972. Lítils háttar frávik eru í fyrirkomulagi og búnaði skipsins frá Sjóla. Þar ber helst að nefna að sérstakt frystivélarými er milli vélarúms og lesta, sem þýðir um 98 m 3 minni lest, bætt við hjálparvélasamstæðu (báðar í vélarúmi) og vinnslubúnaður umfangsminni, þar sem gulllax-vinnslutækjum er sleppt. Haraldur Kristjánsson HF er í eigu Sjólastöðvarinnar h.f. í Hafnarfirði. Skipstjóri á skipinu er Helgi Kristjánsson og yfirvélstjóri Þorbergur Þórhallsson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Haraldur Jónsson.

Ægir 81. árg 1988. 5 tbl.

Flettingar í dag: 64
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 1207
Gestir í gær: 337
Samtals flettingar: 737692
Samtals gestir: 55247
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 01:38:42