09.03.2016 21:45

1277. Ljósafell SU 70 í Reykjavíkurhöfn í dag.

Ljósafell SU kom inn til Reykjavíkur í gærkvöldi. Togarinn er í hinu árlega togararalli á vegum Hafrannsóknarstofnunar en kom inn vegna brælu. Þeir fara víst ekki út fyrr en eftir helgi. Eiga eftir um 50 togstöðvar og munu væntanlega klára þær í næstu viku ef veður leyfir. Matsveinn togarans bar að þegar ég var að mynda skipið og bauð hann mér um borð. Þáði ég það að sjálfsögðu með þökkum. Hér eru nokkrar myndir af skipinu og um borð í því. Ljósafell er glæsilegt skip.


1277. Ljósafell SU 70.Verið er að kara og ísa hann.


1277. Ljósafell SU 70.


Það eru alltaf sömu lengjurnar sem Hafró notar, bara járnbobbingar og sjálfsagt sömu netadruslurnar.


Það er sérlega góð vinnuaðstaðan á dekkinu.


Togarinn ísaður.


Setustofa í borðsalnum. Sér í matborðið til hægri.


Eldhúsið.


Kokkurinn á Ljósafelli. Þórir heitir hann ef ég man rétt.


Kælirinn og frystir eru fyrir aftan eldhúsið og þaðan er hægt að komast út á millidekkið.


Millidekkið.


Millidekkið.


Síginn fiskur, hið mesta góðgæti.


Skutrennan.                                                              (C) Myndir: Þórhallur S Gjöveraa. 9 mars 2016. 


Flettingar í dag: 739
Gestir í dag: 207
Flettingar í gær: 655
Gestir í gær: 243
Samtals flettingar: 737160
Samtals gestir: 55083
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 12:40:56