10.03.2016 21:26

Grandagarður nú í kvöld.

Það má segja að það hafi verið þétt setinn bekkurinn við Grandagarð nú í kvöld. Verið var að landa úr Frosta ÞH, veit ekki hvað hann var að fiska en það hefur verið þó nokkuð miðað við öll körin sem voru á bryggjunni, flest full af fiski. Einnig lá þarna Rannsóknarskipið Dröfn RE 35 ex Ottó Wathne NS, togarinn Ljósafell SU, Laugarnes auk Qavak, þeim Grænlenska og Ísbjörn ÍS, en þeir eru búnir að vera hér í höfninni síðan snemma í haust.


2433. Frosti ÞH 229 að landa afla sínum.


2433. Frosti ÞH 229.


2433. Frosti ÞH 229.


1277. Ljósafell SU 70, 1574. Dröfn RE 35 og 2433. Frosti ÞH 229.


Það má segja að það sé þétt setinn bekkurinn í höfninni eins og er.


Laugarnesið í forgrunni, Dröfn RE og Ljósafell SU.


Laugarnesið upplýst eins og jólatré.


Það var nóg að gera hjá lyftaramanninum.


1277. Ljósafell SU 70 bíður þess að veður gangi niður á suðvestur svæði svo hægt sé að klára togararallið í ár. Sér í Dröfn RE 35 til hægri.

                                                                            (C) Myndir: Þórhallur S Gjöveraa. 10 mars 2016.
Flettingar í dag: 837
Gestir í dag: 235
Flettingar í gær: 655
Gestir í gær: 243
Samtals flettingar: 737258
Samtals gestir: 55111
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 13:57:14