30.03.2016 20:26
Togaraverkfallið 1952.
Nú stöðvast íslensku togararnir hver af öðrum, og þeim fer
fjölgandi, sem liggja bundnir í höfn vegna verkfalls þess, sem nýlega er
skollið á. Það er von íslensku þjóðarinnar og bráð nauðsyn fyrir þjóðarbúið, að
verkfall þetta verði leyst sem fyrst, því að íslendingum er fátt nauðsynlegra
en að sækja afla á miðin og flytja út fiskafurðir. Íslensk framleiðsla er ennþá
tiltölulega fábreytt og lítil líkindi til stökkbreytinga á því sviði á
næstunni. Margt þarf því að flytja inn, ef við viljum reyna að halda lífsvenjum
okkar óskertum. íslenska þjóðin á meira komið undir utanlandsviðskiptum sinum
en flestar aðrar þjóðir og minni fiskafli þýðir að jafnaði minni útflutningur
og rýrari lifskjör. Langvinnt togarverkfall rýrir því lífskjörin ekki einungis
hjá þeim mönnum, sem missa atvinnuna og fyrirtækjunum sem rekstur raskast hjá,
heldur óbeint hjá allri þjóðinni vegna minni innflutnings sem er venjulega
óhjákvæmileg afleiðing. Íslenska þjóðin á því þá ósk heitasta að
togaraverkfallið leysist hið bráðasta. Fálkinn. 7 mars 1952.
Þarna má nú þekkja nokkra togara. Fremstir eru þrír Beverley togarar, næst okkur er Akurey RE 95, innan við hann er Hvalfell RE 282 og Helgafell RE 280. Þekki ekki þann sem er innstur. Svo er það Úranus RE 343 fyrir aftan Akurey, auðþekktur með pólkompásinn framan á brúnni. Ljósm: Þorsteinn Jósepsson.
Samningafundir í al!a fyrrinótt og mestan hluta dags í gær.
Fyrsti togarinn var stöðvaður strax í fyrrinótt, það var Röðull frá Hafnarfirði. þó að
verkfall væri hafið, og er blaðið fór í prentun, var útlit fyrir, að viðræður
héldu áfram í nótt eða yrðu að öðrum kosti hafnar á ný í dag.
Þegar togaraverkfallið hófst formlega á miðnætti í fyrri nótt, höfðu
samningafundir staðið óslitið síðan klukkan að ganga fimm á miðvikudag, og var
þeim haldið áfram í fyrrinótt og þar til um hádegi í gær, þó að verkfallið væri
hafið; en þá var fundum frestað þar til í dag, svo. að samninga
nefndarmennirnir gætu fengið nokkurra klukkustunda svefnfrið. Enn hefur
togaraverkfallið ekki komið til framkvæmda nema á einum togara, Röðli úr
Hafnarfirði, sem þó ætlaði í veiðiför og var að taka olíu í Reykjavík, en hafði
ekki lokið því, er verkfallið skall á.. Hugðist skipstjórinn þó fara út með
skipið klukkan hálfeitt um nótina eða hálftíma eftir að verkfallið var skollið
á, en skipshöfnin hindraði það og gekk í land. Náist ekki samkomulag í
togaradeilunni innan skamms, kemur verkfallið að sjálfsögðu til framkvæmda á
hverjum togaranum á eftir öðrum, er þeir koma heim úr veiðiför.
Alþýðublaðið 33. Árg. 22 febrúar 1952.