27.07.2016 10:19

Alden GK 247. TFBE.

Línuveiðarinn Alden GK 247 var smíðaður í Moss í Noregi árið 1907. Stál 111 brl. 175 ha. 2 þjöppu gufuvél. Fyrsti eigandi hér á landi var Anton Jacobsen frá 17 febrúar 1925. Hét þá Alden RE 264 en skipið hét Svalen áður. Selt 20 janúar árið 1927, Fiskveiðahlutafélaginu Hrólfi í Reykjavík. Skipið var selt 27 febrúar 1931, Samvinnuútgerðinni í Stykkishólmi, skipið hét Alden SH 1. Selt 27 mars 1940, Hlutafélaginu Fossi í Hafnarfirði, skipið hét Alden GK 247. Selt 3 febrúar 1945, Hlutafélaginu Búa á Dalvík, hét Alden EA 755. Skipið var selt úr landi til niðurrifs í júní árið 1956.


Alden GK 247 á stríðsárunum.                                              Ljósmyndari óþekktur. Mynd í minni eigu.
Flettingar í dag: 187
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 1928
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 731940
Samtals gestir: 54287
Tölur uppfærðar: 1.5.2024 07:25:16