26.11.2016 11:08

M. b. Marz NK 74.

Marz NK 74 var smíðaður í Vestnes í Noregi árið 1922. Eik og fura. 15 brl. 25 ha. Bolinder vél. Hét fyrst Bjarni Ólafsson GK 509 og eigendur hans voru, Elías Þorsteinsson, Bjarni Ólafsson og fl. í Keflavík frá 12 september árið 1924. Seldur í janúar 1926, Björgvin Jónssyni, Markúsi Sæmundssyni og Eiríki Jónssyni í Vestmannaeyjum, báturinn hét Marz VE 149. Umbyggður í Vestmannaeyjum árið 1929. Ný vél (1937) 72 ha. Tuxham vél. Seldur 1940, Gunnari Ólafssyni & Co. h/f í Vestmannaeyjum. Seldur 10 júní 1941, Ármanni Magnússyni í Neskaupstað, báturinn hét Marz NK 74. Ný vél (1944) 108 ha. Buda vél. Seldur 6 janúar 1949, Símoni Pálssyni í Hrísey, hét Marz EA 74. Seldur 25 júní 1952, Ugga h/f í Ytri Njarðvík, hét Marz GK 374. Seldur 25 maí 1954, Markúsi B Þorgeirssyni í Hafnarfirði, báturinn hét Þorgeir Sigurðsson GK 374. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 6 apríl árið 1959.


Marz NK 74 á Norðfirði.                                                                               (C) Björn Björnsson.
Flettingar í dag: 31
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 681
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 723377
Samtals gestir: 53674
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 01:21:45