29.11.2016 12:44

344. Björn EA 396. LBGP. / TFSG.

Björn EA 396 var smíðaður í Faaborg í Danmörku árið 1916. Eik. 42 brl. 76 ha. Hera vél. Báturinn hét fyrst Dröfn EA 396 og voru eigendur hans Firmað Bræðurnir Gunnarssynir, Höfða á Akureyri, Þórður, Björn og Baldvin Einarssynir á Akureyri frá 4 desember 1916. Seldur 13 mars 1924, Ingvari Guðjónssyni á Akureyri, báturinn hét Björn EA 396. Ný vél (1930) 120 ha. Tuxham vél. Seldur 2 desember 1940, Stefáni S Franklín í Reykjavík og Ragnari Björnssyni í Sandgerði, báturinn hét Björn GK 396. Ný vél (1942) 120 ha. Lister vél. Báturinn var lengdur árið 1945, mældist þá 53 brl. Árið 1950 var báturinn skráður Björn KE 95. Ný vél (1950) 190 ha. Mirrlees díesel vél. Ný vél (1958) 300 ha. Cummins vél. Seldur 25 júní 1961, Svavari Sigfinnssyni í Ytri Njarðvík. Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 23 nóvember árið 1963.


Björn EA 396 með fullfermi síldar við bryggju á Siglufirði.                             Ljósmyndari óþekktur.


Björn EA 396 á Pollinum á Akureyri.                                                                   (C) Jón & Vigfús.
Flettingar í dag: 821
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 681
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 724167
Samtals gestir: 53726
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 19:05:10