09.12.2016 12:32

336. Björg NK 103. TFGR.

Björg NK 103 var smíðuð í Skipasmíðastöð Ársæls Sveinssonar í Vestmannaeyjum (Skipasmíðastöð Vestmannaeyja) árið 1947. Eik. 65 brl. 225 ha. Lister díesel vél. Skipinu var hleypt af stokkunum 25 janúar 1947. Smíðanúmer 6. Eigandi var Hlutafélagið Björg í Neskaupstað (Gísli Bergsveinsson og fl.) frá 15 október 1947. Ný vél (1952) 225 ha. Lister díesel vél. Árið 1955 uppgötvaðist þurrafúi í skipinu og þurfti þá að skipta um hvert einasta band aftur að vél og mikið af dekkbitum. Í reyndinni var skipið allt endursmíðað að innan en byrðingurinn var óskemmdur. Árið 1966 varð nafnbreyting á skipinu, hét þá Björg ll NK 3, sami eigandi. Skipið var talið ónýtt vegna þurrafúa og það brennt í Njarðvík 26 júní árið 1967.

Björg NK 103 að landa síld á Raufarhöfn.                                                          (C) Ari Magnússon.


Björg NK 103.                                                                                           Ljósmyndari óþekktur.
Flettingar í dag: 309
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 1438
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 733500
Samtals gestir: 54329
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 11:02:41