26.01.2017 12:12

124. Jón Finnsson GK 506. TFDN.

Jón Finnsson GK 506 var smíðaður hjá Bolsönes Verft A/S í Molde í Noregi árið 1962 fyrir Gauksstaði h/f í Garði. 174 brl. 400 ha. MAN díesel vél. Smíðanúmer 181. Skipið var lengt árið 1965 í Bolsönes Verft þar sem það var smíðað, mældist þá 208 brl. Selt 25 ágúst 1972, Árna Halldórssyni, Kristni Guðmundssyni og Bjarna Stefánssyni á Eskifirði, hét þar Friðþjófur SU 103. Skipið var selt 23 október 1974, Magnúsi Stefánssyni, Guðrúnu Friðriksdóttur og Jóni Hermaníusyni í Kópavogi, hét Verðandi KÓ 40. 28 maí 1976 var skipið skráð í Reykjavík, hét þá Verðandi RE 9, sömu eigendur. Selt 19 febrúar 1980, Fiskanesi h/f í Grindavík, hét þar Gaukur GK 660. Ný vél (1981) 750 ha. Grenaa díesel vél, 552 Kw. Skipið var selt árið 2003, Tjaldanesi ehf í Grindavík, hét Tjaldanes GK 525. Skipið var tekið af skrá 10 október árið 2008 og selt í brotajárn til Danmerkur.

Jón Finnsson GK 506.                                                                                 (C) Snorri Snorrason. 


Jón Finnsson GK 506 á leið inn Seyðisfjörð.                                            (C) Hafsteinn Jóhannsson.


Jón Finnsson GK 506 á leið inn Seyðisfjörð.                                           (C) Hafsteinn Jóhannsson.
Flettingar í dag: 726
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 767
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 718547
Samtals gestir: 53398
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 19:28:54