23.02.2017 12:51

1036. Guðbjörg ÍS 47. TFMD.

Guðbjörg ÍS 47 var smíðuð hjá V.E.B. Elber Werft Boizenburg í Austur Þýskalandi árið 1967 fyrir Hrönn h/f á Ísafirði. 256 brl. 660 ha. Lister díesel vél. Skipið var selt 25 mars 1974, Guðmundi Sveinssyni, Guðmundi Kristjónssyni og Elinbergi Sveinssyni í Ólafsvík, skipið hét Lárus Sveinsson SH 126. Skipið var lengt árið 1975, mældist þá 247 brl. Ný vél (1974) 1.000 ha. Brons díesel vél. Selt 28 desember 1977, Sigurði Georgssyni og Jóni Valgarði Guðjónssyni í Vestmannaeyjum, skipið hét Gunnar Jónsson VE 555. Selt 13 júlí 1979, Kristjáni Guðmundssyni á Rifi og Stefáni Hjaltasyni í Ólafsvík, hét Brimnes SH 257. Skipið var yfirbyggt 1979. Selt 26 mars 1981, Gylfaútgerðinni h/f á Patreksfirði, skipið hét Gylfi BA 12. Selt 30 október 1982, Garðskaga h/f í Garði, hét Happasæll GK 225. Selt 3 desember 1985, Fiskvinnslunni h/f á Bíldudal, skipið hét Steinanes BA 399. Frá 18 júlí 1986 hét skipið Stakkanes ÍS 848, sömu eigendur. Selt 19 maí 1987, Skagstrendingi h/f á Skagaströnd, hét Stakkanes HU 121. Skipið var selt 27 desember 1990, Bakkafiski h/f á Eyrarbakka, hét Stakkavík ÁR 107. Selt 6 mars 1992, Gjögri h/f á Grenivík, sama nafn og númer. Selt 17 júlí 1992, Sædísi h/f á Ólafsfirði, sama nafn og númer. Talið ónýtt og tekið af skrá 13 nóvember árið 1992.


Guðbjörg ÍS 47.                                                                                       Ljósmyndari óþekktur.


Lárus Sveinsson SH 126.                                                                             (C) Snorri Snorrason.


              Nýtt skip bætist í flotann

Guðbjörg ÍS 47, nýtt og glæsilegt fiskiskip kom til Ísafjarðar 4. maí s.l. Skipið er byggt í Austur-Þýzkalandi og er 260 tonn að stærð með 660 ha. Lister-vél. Í skipinu eru 2 ljósavélar, 60 ha. hvor, 2 radarar með langdrægni 48 og 24 mílur, 2 Simrad-asticktæki og dýptarmælir, og er því skipið búið öllum hinum fullkomnustu nútímatækjum. Eigandi skipsins er Hrönn hf., Ísafirði og er þetta 4. báturinn með þessu nafni, sem fyrirtækið kaupir. Framkvæmdastjóri félagsins er Guðmundur Guðmundsson. Skipstjóri á Guðbjörgu er hinn þekkti dugnaðar og aflamaður Ásgeir Guðbjartsson. Fyrsti vélstjóri er Kristinn Arnbjörnsson.

Skutull. 7 júní 1967.

Flettingar í dag: 2523
Gestir í dag: 277
Flettingar í gær: 1024
Gestir í gær: 377
Samtals flettingar: 741175
Samtals gestir: 55867
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 20:13:40