24.02.2017 18:24

1476. Björgúlfur EA 312. TFPY.

Björgúlfur EA 312 var smíðaður hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S í Flekkefjord í Noregi (skrokkurinn) og skipið síðan klárað hjá Slippstöðinni h/f á Akureyri árið 1977. 424 brl. 2.103 ha. Wichmann díesel vél, 1.546 Kw. Eigandi var Útgerðarfélag Dalvíkinga h/f á Dalvík frá 16 apríl árið 1977. Skipið er gert út af Samherja Ísland ehf á Akureyri í dag en heimahöfn skipsins er á Dalvík.


1476. Björgúlfur EA 312 í heimahöfn.                                       (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.  


Björgúlfur EA 312 í höfn á Dalvík.                                             (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


               Björgúlfur EA 312

16. apríl s.l. afhenti Slippstöðin h.f. á Akureyri nýjan skuttogara, Björgúlf EA 312, sem er nýsmíði 59 hjá stöðinni. Smíði þessa skuttogara var með þeim hætti að skrokkur skipsins kom frá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrik A/S í Noregi, sem byggt hefur sjö skuttogara fyrir Íslendinga, en smíðinni síðan lokið hjá Slippstöðinni, innréttingar, niðursetning á tækjabúnaði, frágangur o.þ.h. Skuttogari þessi er af lengri gerðinni frá "Flekkefjord", eins og Guðbjörg ÍS og Gyllir ÍS. Björgúlfur EA er í eigu Útgerðarfélags Dalvíkinga h.f. á Dalvík ,og er þetta annar skuttogarinn sem fyrirtækið eignast, en það á fyrir Björgvin EA 311, sem er byggður hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrik og var afhentur í janúar 1974. Björgúlfur er byggður eftir sömu teikningu og Björgvin EA, nema hvað Björgúlfur er 3.30 m lengri, en auk þess hafa verið gerðar ýmsar minniháttar smíðabreytingar. Skipstjóri á Björgúlfi EA er Sigurður Haraldsson og 1. vélstjóri Sveinn Ríkharðsson. Framkvæmdastjóri útgerðarinnar er Björgvin Jónsson.
Skipið er byggt skv. reglum Det Norske Veritas í flokki + 1A1, Stern Trawler, Ice C, +MV. Skipið er skuttogari með tveimur þilförum milli stafna og skutrennu upp á efra þilfar.
Undir neðra þilfari er skipinu skipt með fjórum vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rúm, talið framan frá: Stafnhylki fyrir brennsluolíu, íbúðir framskips, fiskilest, vélarúm og aftast skutgeymar fyrir brennsluolíu. Undir íbúð- um og fiskilest eru botngeymar fyrir brennsluolíu, ferskvatn og sjókjölfestu. Aftan við stafnhylkið eru keðjukassar, en asdikklefi er fremst í fiskilest. Fremst í vélarúmi eru andveltigeymar frá Ulstein. Á neðra þilfari er fremst stafnhylki, en þar fyrir aftan íbúðir. Aftan við íbúðir er vinnuþilfar með fiskmóttöku og stýrisvélarrúmi aftast fyrir miðju.
Til hliðar við fiskmóttöku og stýrisvélarrúm eru verkstæði, vélarreisn og geymsla. Framarlega á efra þilfari er þilfarshús, en til hliðar við það eru lokaðir gangar fyrir bobbingarennur. Í þilfarshúsi er íbúð skipstjóra, klefi fyrir ísvél o.fl. Yfir þilfarshúsi og göngum er hvalbaksþilfar sem nær aftur fyrir afturgafl þilfarshúss. Aftan við þilfarshús er togþilfarið.
Vörpurenna kemur í framhaldi af skutrennu og greinist í tvær bobbingarennur, sem liggja í göngum og ná fram að stefni. Aftarlega á togþilfari eru síðuhús beggja megin, framantil hús fyrir vindumótora en aftantil skorsteinshús. Yfir afturbrún skutrennu er toggálgi en yfir frambrún skutrennu er bipodmastur sem gengur niður í skorsteinshús. Aftarlega á hvalbaksþilfari er stýrishús skipsins, sem hvílir á reisn.
Aðalvél skipsins er Wichmann, gerð 7AX, sjö strokka tvígengisvél með forþjöppu °8 eftirkælingu, sem skilar 2100 hö við 375 sn/mín.
Vélin tengist gegnum kúplingu skiptiskrúfubúnaði frá Wichmann. Skrúfa skipsins er 4ra blaða úr ryðfríu stáli, þvermál 2050 mm, og utan um hana er skrúfuhringur. Framan á aðalvél er deiligír frá Framo af gerðinni WG-3A 20 hö við 360 sn/mín, með þrjú úttök. Við eitt úttakið tengist 335 KW, 440 V Indar Jafnstraumsrafall fyrir togvindumótora en við hin tvö tengjast tvær vökvaþrýstidælur frá Brusselle, af gerðinni  BE, sem eru fyrir vökvaknúnar vindur. Hjálparvélar eru tvær frá MWM, gerð TBD-232 V-12, 321 hö við 1500 sn/mín. Hvor vél knýr riðstraumsrafal frá A Van Kaick, 270 KVA, 3x220 V 50 Hz. Við aðra hjálparvélina er einnig tengd vökvaþrýstidæla frá Brusselle, gerð BC, varadæla fyrir vökvavindur, en við hina hjálparvélna tengist 50 KW, 110 V jafnstraumsrafall frá Indar, vararafall fyrir togvindumótora.
 Stýrisvél er rafstýrð og vökvaknúin frá A/S Cylinder-service gerð PR  30 - 2EL, hámarks snúningsvægi 3.750 kpm.

Ægir. 15 maí 1977.


.

Flettingar í dag: 821
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 681
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 724167
Samtals gestir: 53726
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 19:05:10