14.04.2017 10:28
B. v. Rán GK 507. LCDR / TFRD.
Botnvörpungurinn
Rán RE 54
Hinn 20. þ. m. að kveldi, hafnaði sig hjer hið nýja
botnvörpuskip Ægisfjelagsins. Skipið heitir »Rán«. Skip þetta er smíðað í
Þýskalandi og er hið vandaðasta í alla staði, er raflýst, hefir
yfirhitunartæki, sem eflaust munu reynast betur hjer, þar eð vjelin er til þess
gjörð, heldur en þar sem þau eru sett í skip löngu eftir að þau eru smíðuð.
Miklar framfarir má það kalla, að á skipinu eru lifrarbræðslutæki. Tveir stórir
járngeymarar eru í klefa á þilfarinu fyrir ofan vjelina, lifrin látin í þá og brædd
þar við gufu og síðan látið renna á tunnur. Þetta er hið fyrsta íslenska
botnvörpuskip, sem smíðað hefir verið í Þýskalandi, og mun eitt af beztu
skipum, sem hingað hafa komið. Framkvæmdarsljóri »Ægisfjelagsins« er hr. M. Th.
Blöndahl í Reykjavik.
Ægir. 3 tbl. 1915.
Togarinn
"Rán" G. K. 507
er til sölu nú þegar
Skipinu fylgja nót og bátar til síldveiða. Skipið með
tilheyrandi veiðarfærum selst í því ástandi, sem það nú er í á
Hafnarfjarðarhöfn. Tilboð með tilgreindu kaupverði og greiðsluskilmálum sendist
undirrituðum eða Útvegsbanka Íslands fyrir kl, 12 á hádegi þriðjudag 16. þ. m.
Nánari upplýsingar gefa undirritaðir.
Hafnarfirði 12. maí 1939 í skilanefnd H.f. Rán
Björn Jóhannesson. Þorleifur Jónsson. Júlíus Sigurðsson.
Morgunblaðið. 13 maí 1939.