01.07.2017 06:51

828. Vébjörn ÍS 14. LBCH / TFDJ.

Vébjörn ÍS 14 var smíðaður í Risör í Noregi árið 1928. Eik og fura. 44 brl. 90 ha. Ellwe vél. Eigendur voru Halldór Sigurðsson, Eiríkur Einarsson, Jakob Gíslason á Ísafirði og Haraldur Guðmundsson, Seyðisfirði frá desember 1928. Vébjörn kom til heimahafnar á Ísafirði að morgni nýársdags árið 1929. Frá 3 nóvember 1943 var Samvinnufélag Ísfirðinga eigandi bátsins. Ný vél (1943) 165 ha. Gray díesel vél. Seldur 23 janúar 1956, Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar h/f, hét Sæfari SH 104. Ný vél (1956) 225 ha. Mannheim díesel vél. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 6 september árið 1967. Báturinn var síðan brenndur stuttu síðar.


Vébjörn ÍS 14 við bryggju á Ísafirði.                                                                       (C) M. Simson.


Vébjörn ÍS 14. Báturinn er talsvert ísaður þarna við bryggjuna.                                 (C) M Simson.


Vébjörn ÍS 14 að koma til löndunar með fullfermi síldar.                              (C) Leó Jóhannsson.

          Samvinnufélag Ísfirðinga

   Aflinn á fjórum mánuðum tvöfalt meira

       virði en ábyrgð ríkissjóðs nemur

Eitt hið þarflegasta, er alþingi í fyrra , samþykti, var að veita ríkisstjórninni heimild til þess a<5 jganga í ábyrgð fyrir lánum til fé- lagsmanna í Samvinnufélagi ísfirðinga tíl kaupa á fiskiskipum. >ð
ganga í ábyrgð fyrir lánum til félagsmanna í Samvinnufélagi Ísfirðinga til kaupa á fiskiskipum.
Þess þarf tæplega að geta, að íhaldið stóð sem einn maður gegn þessu þarfa máli og lét ekki linna á hrakspám og rógsögum um þetta þjóðþrifafyrirtæki. Með þessu var gróðursettur fyrsti vísir til samvinnufélagsskapar um útgerð hér á landi og sjómenn og verkamenn vestra styrktir til þess að koma á fót atvinnufyrirtækjum í stað þeirra, sem fallið höfðu í rústir undir stjórn stórútgerðarmannanna. Um áramótin síðustu fengu félagsmenn 5 ný mótorskip um 45 smálestir með 90 hestafla vélum, Eru skipin öll af sömu gerð og vélarnar líka. Kostuðu skipin fullbúin, komin til Ísafjarðar um 57 þús. þús. krónur hvert. Af því gekk ríkissjóður í ábyrgð fyrir 45 þús kr. fyrir hvert skip, eða 225 þús. krónum alls. Skipin byrjuðu veiðar seint í janúarmánuði, og var afli þeirra á hvítasunnu, eða í tæpa 4 mánuði, orðinn sem hér segir':
Ísbjörn um 539 þús. pd.
Sæbjörn - 501 - -
Ásbjörn - 482 - -
Vébjörn - 464 - -
Valbjörn - 459 - -
Samtals um 2445 þús. pd.
eða um 1220 smálestir upp úr skipi. Mun það svara til nærri 5.000 skippunda af verkuðum fiski. Verðmæti aflans í þessa 4 mánuði nemur sennilega um hálfri milljón króna, miðað við að mestur hluti aflans verði seldur fullverkaður og verð lækki ekki mikið frá því, sem nú er. Á hverju skipi hafa verið 12 til 14 menn, eða um 65 alls, og voru hlutir þeirra til páska, eða í u. þ. b. 10 vikur, 1800-2200 krónur. Aflanum frá páskum til hvítasunnu er enn óskift, nemur hann um 2/5 hlutum aflans alls. Eru þá enn ótalin öll vinnulaun við verkun fisksins og annað þar að lútandi. Skifta þau mörgum tugum þúsunda króna. Beinar tekjur ríkissjóðs af atvinnurekstri félagsins þessa 4 mánuði nema 10-20 þús. krónum. Eru það útflutningsgjöld af fiski, lýsi o. fl, og innflutningstollur af salti, veiðarfærum, olíu o. fl. Auk þess auknir skattar af tekjum fólksins, sem við fyrirtækið vinnur á landi og sjó. Fyrir ábyrgð sína, 225 þús. kr., hefir þjóðin þaninig í þessa 4 mánuði fengið hálfrar milljónar viðbótartekjur og 10-20 þús. krónur bent í ríkissjóðinn. Og það sem mest er um vert: Vísir að nýju og heilbrigðu skipulagi í atvinnumálum er gróðursettur. Vísir, sem áreiðanlega á eftir að vaxa og þroskast.

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins. 29 maí 1929.

Flettingar í dag: 396
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 910
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 754956
Samtals gestir: 57991
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 02:51:35