02.07.2017 20:30

373. Ásbjörn MB 90. TFZL.

Ásbjörn MB 90 var smíðaður í Skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar á Ísafirði árið 1943. Eik. 52 brl. 120 ha. Lister díesel vél. Eigendur voru Sameignarfélagið Ásbjörn á Akranesi frá 28 september 1943. Árið 1947 var báturinn skráður Ásbjörn AK 90. Ný vél (1951) 198 ha. Mirrlees díesel vél. Seldur 26 apríl 1953, Haraldi Böðvarssyni & Co h/f á Akranesi, sama nafn og númer. Ný vél (1960) 300 ha. MWM díesel vél. Seldur 19 september 1963, Guðna Sigurðssyni í Reykjavík og Sigurbirni Árnasyni í Garðahreppi, báturinn hét Dreki RE 134. Seldur 15 mars 1972, Þórveigu h/f í Grindavík, hét Þórveig GK 222. Ný vél (1974) 350 ha. Caterpillar díesel vél. 4 mars 1975 er Skipasmíðastöð Njarðvíkur eigandi bátsins. Seldur 12 mars 1975, Jakob Jónatanssyni í Þorlákshöfn, hét Trausti ÁR 71. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 11 desember árið 1979.


Ásbjörn MB 90 nýsmíðaður hjá Marselíusi Bernharðssyni árið 1943.                 Mynd úr safni mínu.


Ásbjörn AK 90. Líkan Gríms Karlssonar.                                                (C) Þórhallur S Gjöveraa.


Ásbjörn AK 90 í hópi nokkura Akranesbáta í Sjóminjasafninu Víkinni.         (C) Þórhallur S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 312
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 910
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 754872
Samtals gestir: 57984
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 02:03:22