04.07.2017 20:16

794. Stígandi ÓF 25. TFMS.

Stígandi ÓF 25 var smíðaður í Rödvig í Danmörku árið 1947. Eik. 76 brl. 260 ha. Alpha díesel vél. Eigendur voru Sigurður Baldvinsson, Jón Guðjónsson og Anton Benjamínsson á Ólafsfirði frá 30 júní 1948. Ný vél (1962) 280 ha. Alpha díesel vél. Skipið var endurmælt 1962, mældist þá 81 brl. Selt 4 nóvember 1965, Steingrími Magnússyni í Reykjavík, hét Magnús lV RE 18. Selt 27 júní 1968, Sjólastöðinni h/f í Reykjavík, hét Sjóli RE 18. Selt 7 júlí 1977, Hjörleifi Hallgrímssyni á Akureyri, skipið hét Helgi magri EA 277. Selt 1979, Sjólastöðinni í Hafnarfirði, hét Sjóli RE 18. Skipið var talið ónýtt og tekið af skrá og sökkt í Faxaflóa 5 júlí árið 1981.


Stígandi ÓF 25.                                                                               (C) Hafsteinn Jóhannsson.

       "Stíganda" bjargað frá strandi

Vélskipið Stígandi frá Ólafsfirði varð fyrir því óhappi í gær, að vél þess bilaði og munaði minnstu, að skipið ræki stjórnlaust upp á sker. Þetta gerðist skammt norður af Skagatá, en þar mun Stígandi hafa verið að veiðum. Vindur var nokkur af norðri eða norðaustri og rak bátinn í áttina að landi. Var einkum talin hætta á að hann bæri upp á svonefnt Skallarif.
Skipverjum tókst að stýra skipinu fram hjá því, á síðustu stundu, með seglaútbúnaði skipsins. Slysavarnafélagið bað nærstödd skip að fara Stíganda til aðstoðar og um kl. 1 var vélskipið Stjarnan frá Akureyri komin Stíganda til hjálpar. Mun hann þá hafa verið kominn mjög nærri landi. Að öðru leyti hefir allt verið tíðindalaust af sjónum nú undanfarna daga, enda bezta veður flesta þeirra.

Lögberg. 18 maí 1950.

Flettingar í dag: 518
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 910
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 755078
Samtals gestir: 58009
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 04:22:35