30.09.2017 12:19

Síldveiðiskip við bryggju á Akureyri um 1930.

Á myndinni liggja þrjú síldveiðiskip sennilega við Torfunefsbryggjuna á Akureyri og árið er 1929 eða 30. Skipið til vinstri er Atli SU 460, skip verslunar Sigfúsar Sveinssonar á Norðfirði. Hét fyrst Hugó SI 15 og var smíðaður í Þrándheimi í Noregi árið 1902. Hét síðast Atli NK 1. Skipið var talið ónýtt og rifið í Reykjavík árið 1937. Skipið í miðið er Noreg EA 133, skip Ingvars Guðjónssonar útgerðarmanns á Akureyri, smíðað í Moss í Noregi árið 1902. Ingvar átti skipið frá árinu 1929, þar til það var talið ónýtt og rifið á Akureyri árið 1937. Skipið til hægri er Nonni EA 290, smíðaður hjá Johann C Tecklenborg í Geestemunde í Þýskalandi árið 1891. Hét áður Helgi magri EA 290 og var í eigu Ásgeirs Péturssonar útgerðarmanns á Akureyri. Skipið var talið ónýtt og rifið í Reykjavík árið 1935. Úti á Pollinum er erlent farþegaskip og léttbátur af því fullur af farþegum á leið í land.


Síldveiðiskip við bryggju á Akureyri árið 1929-30.                                      (C) Hallgrímur Einarsson.

Flettingar í dag: 130
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 681
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 723476
Samtals gestir: 53687
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 03:37:12