29.10.2017 20:23

B. v. Ver GK 3. LBMQ / TFXC.

Botnvörpungurinn Ver GK 3 var smíðaður hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1920 fyrir breska flotann. Hét þar Simeon Moon. Smíðanúmer 897. 314 brl. 550 ha. 3 þennslu gufuvél. Seldur sama ár, Hellyers Bros Ltd í Hull, hét General Rawlinsson H 173. Seldur 13 september 1924, Fiskveiðahlutafélaginu Víði í Hafnarfirði, hét Ver GK 3. Skipið var selt 4 september 1931, h/f Ver í Hafnarfirði, hét Ver RE 32. Selt 18 apríl 1936, Togarafélagi Neskaupstaðar í Neskaupstað, hét Brimir NK 75. Seldur 29 júlí 1939, Hlutafélaginu Helgafelli í Reykjavík (Skúli Thorarensen), hét þar Helgafell RE 280. Selt 15 júní 1945, Hlutafélaginu Hrímfaxa í Reykjavík og Hlutafélaginu Sviða í Hafnarfirði, skipið hét Skinfaxi GK 3. Skipið var selt til Færeyja í ágúst 1947, hét þar Miðafell FD 69. Togarinn var seldur í brotajárn til Antwerpen í Belgíu og rifinn þar í október árið 1951.


B.v. Ver GK 3 á siglingu með nótabátana í afturdragi.                          (C) Guðbjartur Ásgeirsson.


B.v. Brimir NK 75 við bryggju í Neskaupstað sumarið 1937.                          (C) Björn Björnsson.


Brimir við bryggju Fóðurmjölsverksmiðju Norðfjarðar sumarið 1937.            Ljósmyndari óþekktur.


B.v. Helgafell RE 280.                                                                                (C) Guðbjartur Ásgeirsson.

             Nýr botnvörpungur

,,Vor'' heitir nýr togari, sem h.f. Víðir í Hafnarfirði hefir keypt í Englandi. Hann kom í fyrradag frá Englandi. Er það fallegt skip, fjögra ára gamalt. Halldór Þorsteinsson skipstjóri keypti skipið og kom með það upp.

Morgunblaðið. 13 september 1924.


         Botnvörpungurinn " Ver "

"Ver" , en ekki "Vor,", eins og misprentast hafði í blaðinu í gær, heitir hinn nýi togari h.f. Víðis í Hafnarfirði.

Morgunblaðið. 14 september 1924.

Flettingar í dag: 803
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 1186
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 725335
Samtals gestir: 53799
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 18:23:45