22.11.2017 18:50

Siglunes SI 15. LBWM / TFKE.

Siglunes SI 15 var smíðað í Kaupmannahöfn í Danmörku árið 1875. Járn og stál. 88 brl. 250 ha. 2 þennslu gufuvél. Hét áður Rolf. Eigandi var Henrik Henriksen útgerðarmaður og síldarsaltandi á Siglufirði frá júnímánuði árið 1923. Við andlát Henriks árið 1924, er skipið gert út af erfingjum hans. Selt 1926, T. Hoffmann Olsen á Siglufirði, sama nafn og númer. Selt 1928-29, Fáfni h/f í Reykjavík (Magnúsi Guðmundssyni og fl.), skipið hét Fáfnir RE 3. Selt 20 júní 1934, Bergþóri Teitssyni í Reykjavík, sama nafn og númer. Selt 26 nóvember 1937, Jóni Ásgeirssyni á Siglufirði, hét þá Hringur SI 1. Skipið var lengt árið 1942, mældist þá 93 brl. Ný vél (1942) 190 ha. Gummins díesel vél. Selt 2 janúar 1946, Guðmundi Jörundssyni útgerðarmanni á Akureyri, hét Njörður EA 767. Ný vél (1947) 200 ha. Ruston díesel vél. Selt 1 mars 1947, Pálmari G Guðnasyni og Jóni G Sólnes á Akureyri og Steingrími Sigurðssyni á Hjalteyri. 5 júlí 1949, var Sólnes h/f á Akureyri eigandi skipsins. Selt 1957, Húnasíld h/f í Höfðakaupstað (Skagaströnd). 25 júlí 1957 var Fiskveiðasjóður Íslands eigandi skipsins. Selt 29 janúar 1958, Vísundi h/f í Reykjavík, hét Vísundur RE 280. Talið ónýtt og tekið af skrá árið 1963.


Siglunes SI 15 á síldveiðum á Skagafirði. Drangey í baksýn.                               Mynd úr safni mínu.


Hringur SI 1.                                                                                                         Mynd úr safni mínu.
Flettingar í dag: 135
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 1170
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 720032
Samtals gestir: 53493
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 02:15:29