25.01.2018 21:59
2926. Stormur HF 294. TF..
Neta og línuveiðiskipið Stormur HF 294 var smíðaður hjá Alkor SP. Z. O. O. UL í Gdansk í Póllandi árið 2015. 1.027 Bt. (680 brl.) 3 x 632 ha. Caterpillar C 18. 1.896 ha, 1.395 Kw. Eigandi skipsins er Stormur Seafood ehf í Hafnarfirði. Upphaflega var skipið 23 m. á lengd, en var lengt um 22 m. og breytt á margan hátt. Skrokkur skipsins kom frá Nýfundnalandi. Ekki annað að sjá en að skipið er hið glæsilegasta og búið fullkomnum búnaði til línuveiða og mun án efa reynast vel.




2926. Stormur HF 294 við Grandagarð. (C) Þórhallur S Gjöveraa. 27 janúar 2018.
2926. Stormur HF 294. (C) Þórhallur S Gjöveraa. 27 janúar 2018.
2926. Stormur HF 294. (C) Þórhallur S Gjöveraa. 27 janúar 2018.
2926. Stormur HF 294 fyrir lengingu og breytingar í Póllandi. (C) Lurkurinn.
Stormur kominn til hafnar
Nýtt neta- og línuveiðiskip, Stormur HF, kom til
hafnar í Reykjavík í gærmorgun, eftir að hafa verið fullsmíðaður í Gdansk
í Póllandi. Þar var skrokkurinn lengdur úr 23 í 45 metra en útgerðarfyrirtækið
Stormur Seafood ehf. keypti skrokkinn í Nýfundnalandi fyrir nokkrum
árum.
Skipasýn hannaði breytingarnar en skipið er rafknúið og búið ýmsum fullkomnum
tækjum. Rými er fyrir 20 í áhöfn.
Mbl.is. 19 desember 2017.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30